Streymt verður frá fagfundi og afmælisráðstefnu Hestbúsins

Nú styttist óðfluga í tvo stóra viðburði á sviði sauðfjárræktarinnar. Annarsvegar er um að ræða hinn árlega fagfund sauðfjárræktarinnar sem fagráð í sauðfjárrækt stendur fyrir, en sá fundur hefst kl. 10:00 fimmtudaginn 21. mars og er þar fjölbreytt dagskrá að vanda ásamt verðlaunaveitingum. Í framhaldi af þeim fundi hefst hátíðardagskrá í fjárhúsunum á Hesti kl. 18:00 í tengslum við 80 ára afmæli Hestbúsins sem Landbúnaðarháskólinn stendur fyrir. Á föstudeginum heldur afmælisráðstefnan áfram á Hvanneyri, þar sem fjölmörg erindi verða flutt sem tengjast rannsóknum á Hesti og sauðfjárrækt almennt.

Nokkur hagnýt atriði:

  • Fimmtudagur 21. mars kl: 10:00: Fagfundur sauðfjárræktarinnar, Ásgarði, Hvanneyri (Ársal)
  • Streymt verður frá fagfundinum á youtube rás BÍ (tengill í streymi hér neðst í frétt) 
  • Fimmtudagurinn 21. mars kl: 18:00: Afmælisráðstefna Hestbúsins, Fjárhúsin Hesti. (Ekki í streymi)
  • Föstudaginn 22. mars kl: 9:00: Afmælisráðstefna Hestbúsins, Ásgarði, Hvanneyri (Ársal)
  • Streymt verður frá afmælisráðstefnunni, föstudag (tengill í streymi hér neðst í frétt) 

Nánari dagskrá má sjá hér:

 

Sjá nánar:
Streymi á fagfund sauðfjárræktarinnar fimmtudaginn 21. mars
Streymi á afmælisráðstefnu föstudaginn 22. mars

/okg