Sunnlenskir bændur athugið

Ert þú að hugleiða breytingar eða nýbyggingar á næstu misserum og vilt fá hlutlausa ráðgjöf?

Ráðunautur í bútækni og aðbúnaði verður á ferðinni á Suðurlandi dagana 5. og 6. nóv til skrafs og ráðagerða.

Ef áhugi er á að fá heimsókn er hægt að senda tölvupóst á rml@rml.is eða sigtryggur@rml.is.

Haft verður samband við áhugasama og nánari tímasetningar ákveðnar.

svh/okg