Þokugreiningar – hægagangur á viðbótargreiningum úr DNA sýnasafni

Því miður hefur ekki gengið nógu vel nú í haust að nota DNA úr sýnasafni sem nú er vistað hjá Matís (sýni sem send voru í riðuarfgerðargreiningu hjá ÍE og send inn til greiningar fyrir 1. ágúst) til að greina þokugen. Því verður að sinni hætt að bjóða upp á það að bændur panti viðbótagreiningu á eldri DNA sýni, heldur sendi inn nýtt sýni ef óskað er eftir að fá þokugreiningu.

Sýni vegna þokugreiningar má senda á sömu starfsstöðvar RML og taka á móti riðuarfgerðargreiningarsýnum, merkja þessi sýni vel og hafa sér í poka og láta fylgja upplýsingar um grip, bæ og greiðanda. Sýnin eru skráð í Fjárvís undir „forskráning á öðrum arfgðerðargreiningum“. 

/okg