Tilkynning vegna viðveru á starfsstöð RML á Akureyri í sumar

Vegna sumarleyfa starfsmanna og framkvæmda að Óseyri 2, þá verður ekki föst viðvera á starfsstöðinni á Akureyri frá 28. júní til 5. ágúst.

Á meðan á þessu stendur biðjum við viðskiptavini okkar vinsamlegast að senda öll skýrsluhaldsgögn og DNA sýni til RML, Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnes.

Ef upp koma mál sem ekki þola bið þá vinsamlega hringið í aðalnúmer RML 516-5000 eða sendið póst á netfangið rml@rml.is.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þessi röskun getur valdið.

/hh