Tólf bú tilnefnd sem ræktunarbú ársins 2025

Fagráð í hrossarækt hefur valið þau hrossaræktarbú sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, ræktunarbú ársins. Valið stóð á milli 56 búa sem náð höfðu athyglisverðum árangri á árinu. Tilnefnd eru 12 efstu bú ársins að loknum útreikningi. Reglur fagráðs um ræktunarbú ársins má finna inn á heimasíðu Bændasamtaka Íslands, bondi.is. Tilnefnd bú munu hljóta viðurkenningu á ráðstefnunni Hrossarækt 2025 sem haldin verður í reiðhöll Spretts laugardaginn 8. nóvember næstkomandi og byrjar kl. 13:00. Ræktunarbú ársins verður svo verðlaunað á Uppskeruhátíð hestamanna sem verður haldin um kvöldið.

Í stafrófsröð eru tilnefnd bú:

  • Berg, Anna Dóra Markúsardóttir og Jón Bjarni Þorvarðarson
  • Efsta-Sel, Daníel Jónsson, Bertha María Waagfjörð og Hilmar Sæmundsson
  • Fákshólar, Helga Una Björnsdóttir og Jakob Svavar Sigurðsson
  • Finnastaðir, Björgvin Daði Sverrisson og Helena Ketilsdóttir
  • Hrafnagil, Jón Elvar Hjörleifsson og Berglind Kristinsdóttir
  • Lækjamót, Sonja Líndal Þórisdóttir, Friðrik Már Sigurðsson, Ísólfur Líndal Þórisson, Vigdís Gunnarsdóttir, Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal, Þórir Ísólfsson og Elín Rannveig Líndal
  • Ketilsstaðir/Syðri-Gegnishólar, Bergur Jónsson og Olil Amble
  • Ragnheiðarstaðir, Helgi Jón Harðarson og fjölskylda
  • Skipaskagi, Jón Árnason, Sigurveig Stefánsdóttir og fjölskylda
  • Sumarliðabær 2, Birgir Már Ragnarsson og Silja Hrund Júlíusdóttir
  • Vöðlar, Ástríður Lilja Guðjónsdóttir, Margeir Þorgeirsson og fjölskylda
  • Ytri-Skógar, Ingimundur Vilhjálmsson og Margrét Helga Jónsdóttir

Fagráð í hrossarækt óskar tilnefndum búum innilega til hamingju með frábæran árangur.

/okg