Tvö ný naut í hóp reyndra nauta – tveir nýir nautsfeður

Hæll 14008
Hæll 14008

Fagráð í nautgriparækt ákvað á fundi sínum s.l. fimmtudag að setja tvö ný reynd naut í notkun í kjölfar keyrslu á kynbótamati nú að loknu ársuppgjöri. Bæði þessi naut er úr 2014 árgangnum. Þessi naut eru Brjánn 14002 frá Brjánsstöðum í Grímsnesi, undan Vindli 05028 og Heklu 250 Bambadóttur 08049 og Hæll 14008 frá Hæli 1 í Eystrihrepp (Gnúp.), undan Kambi 06022 og Skýlu 474 Hræsingsdóttur 98046.  Búið er að uppfæra upplýsingar um reynd naut í notkun hér á nautaskra.net. Þá hefur nýtt kynbótamat verið lesið inn í nautgriparæktarkerfið Huppu.

Úr notkun sem reynd naut falla Fossdal 10040 sem er fullnotaður og Polki 12099 sem lækkaði aðeins í mati.

Nautsfeður til notkunar næstu mánuði verða Bakkus 12001, Sjarmi 12090, Jörfi 13011, Hálfmáni 13022 og Bárður 13027. Þeir Jörfi og Bárður koma nýir inn í hóp nautsfeðra eftir að hafa styrkt sína stöðu.

Þau naut sem koma ný til notkunar fara til dreifingar hjá frjótæknum landsins við næstu sæðisáfyllingu á kútana og ættu að standa öllum bændum til boða innan tíðar.

/gj