Uppfærð ræktunarmarkmið í sauðfjárrækt

Fagráð í sauðfjárrækt vinnur að uppfærslu á ræktunarmarkmiðum fyrir sauðfjárræktina. Breytingarnar snúa fyrst og fremst að því að uppfæra verkefnalista sem markmiðunum fylgja, skerpa á markmiðum varðandi holdfyllingu og taka tillit til þess að forystuféð er nú skilgreint sem sérstakt fjárkyn, en ekki undirstofn íslensku sauðkindarinnar.

Þann 2. mars sl. var haldinn opinn fagráðsfundur í sauðfjárrækt. Þar voru m.a. til umræðu áhersluverkefni í sauðfjárræktinni og ræktunarmálin skeggrædd. Var sá fundur mjög gott innlegg í mótun ræktunarstarfsins. Enn er þó tækifæri til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar varðandi uppfærslu ræktunarmarkmiðanna en fagráð stefnir að því að taka það mál til afgreiðslu á fundi sínum í apríl. Athugasemdir má senda á netfangið ee@rml.is (merkt „ræktunarmarkmið“) eða hafa samband, annaðhvort við Eyþór Einarsson ábyrgðarmann sauðfjárræktar (516-5014/862-6627) eða Gunnar Þórarinsson form. fagráðs. (865-8203).

Meðfylgjandi eru drög að uppfærslu.

Sjá nánar

Ræktunarmarkmið fyrir íslenska sauðfjárstofninn - Drög að breytingum 2. mars 2018 

ee/okg