Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Í gær var keyrð mjög stór uppfærsla á Fjárvís.is. Búið er að uppfæra bæði afdrifa- og atburðaskráningu og komin inn ný afdrifaskráning fyrir lömb sérstaklega. Einnig komu inn nýjar skráningar á vorgögnum, sem skiptast í Burðarskráningu annars vegar og Lambaskráningu hins vegar. Ný yfirlit eru svo komin inn fyrir allar þessar skráningar, þar sem hægt verður að breyta og/eða eyða tilheyrandi skráningum. Á fagþingi sauðfjárræktarinnar á Húsavík næstkomandi laugardag (12. apríl) verður fjallað betur um þessar skráningar og eru notendur Fjárvís.is hvattir til þess að fylgjast með fundinum.
/okg