Upplýsingar um átta ungnaut fædd 2016

Skór 16030 frá Kjaransstöðum
Skór 16030 frá Kjaransstöðum

Nú er búið að bæta upplýsingum um átta ungnaut fædd 2016 á nautaskra.net. Þetta eru Kári 16026 frá Káranesi í Kjós. undan Gusti 09003 og Óreiðu 312 Sandsdóttur 07014, Höttur 16028 frá Egilsstöðum á Völlum undan Flekki 08029 og Frævu 978 Glæðisdóttur 02001, Skór 16030 frá Kjaransstöðum í Hvalfjarðarsveit undan Bamba 08049 og Lilju 389 Alfonsdóttur 02008, Fídel 16031 frá Káranesi í Kjós. undan Bamba 08049 og Havönu 562 Vindilsdóttur 05028, Jónki 16036 frá Stóra-Dunhaga í Hörgárdal undan Blóma 08017 og Ingveldi 501 Flóadóttur 02029, Glymur 16037 frá Ytri-Tungu 1A á Tjörnesi undan Dynjanda 06024 og Bleikju 383 Mörsugsdóttur 10097, Númi 16038 frá Gaulverjabæ í Flóa undan Gusti 09003 og Hélu 284 Þollsdóttur 99008 og Barmur 16039 frá Stóru-Sandvík í Flóa undan Keip 07054 og 725 Lúðursdóttur 10067.

Af þessum nautum eru Kári 16026, Höttur 16028, Skór 16030 og Fídel 16031 þegar komnir í dreifingu hjá frjótæknum víðs vegar um land eða koma á allra næstu dögum. Hinir fjórir munu koma til dreifingar á næstu vikum. SpermVital-sæði úr Kára 16026 er komið til dreifingar og mun verða í dreifingu úr öllum hinum á næstu misserum.

Jónki 16036 er fyrsti sonur Blóma 08017 sem kemur til dreifngar.

Ungnautaspjöld með hefðbundnum upplýsingum eru að koma úr prentun og mun í framhaldinu verða dreift til bænda á hefðbundinn hátt. Þau eru einnig aðgengileg sem pdf-skjöl á nautaskra.net eins og venja er.

Það er ánægjulegt að geta boðið upp á SpermVital-sæði úr öllum þessum nautum og eru bændur beðnir að kynna sér vel á hvern hátt best er staðið að notkun þess. Upplýsingar þar að lútandi er að finna á nautaskra.net auk þess sem þær munu birtast í næstu nautaskrá sem er í prentun.

Sjá nánar:
Upplýsingar um SpermVital

/gj