Upplýsingar um fjögur ný ungnaut

Bragi 19051. Mynd: NBÍ
Bragi 19051. Mynd: NBÍ

Nú eru komnar upplýsingar um fjögur ný ungnaut til viðbótar á nautaskra.net. Þessi naut eru öll fædd 2019, synir Sjarma 12090, Jörfa 13011 og Hálfmána 13022. Þessi naut eru Snafs 19039 frá Brúnastöðum í Flóa undan Sjarma 12090 og Vímu 938 Bakkusardóttur 12001, Kvóti 19042 frá Ytri-Tjörnum í Eyjafirði undan Sjarma 12090 og Angelu 1055 Úlladóttur 10089, Ljár 19043 frá Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi undan Hálfmána 13022 og Brá 1272 Framadóttur 05034 og Bragi 19051 frá Hóli í Sæmundarhlíð undan Jörfa 13011 og Blöðru 388 Boltadóttur 09021.

Þessi naut koma til notkunar á næstu vikum eða eftir því sem sæðisdreifingu úr óreyndum nautum vindur fram. Að venju er einnig að finna pdf-skjal á vefnum með sambærilegum upplýsingum til útprentunar kjósi menn svo.