Upplýsingar um síðustu naut úr 2018 árgangi

Landi 18040 frá Halllandi, f. Gýmir 11007, mf. Koli 06003
Landi 18040 frá Halllandi, f. Gýmir 11007, mf. Koli 06003

Þá eru komnar á nautaskra.net upplýsingar um síðustu nautin úr 2018 árgangi sem fara í dreifingu. Árgangurinn telur þá alls 31 naut og hann er því með þeim stærstu sem komið hafa til dreifingar. Þau naut sem um ræðir eru Kollur 18039 frá Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum undan Skalla 11023 og 1191 Flókadóttur 13020, Landi 11040 frá Halllandi á Svalbarðsströnd undan Gými 11007 og Aðalheiði 1071 Koladóttur 06003, Prjónn 18045 frá Hurðarbaki í Flóa undan Dropa 10077 og Hnotu 880 Bambadóttur 08049 og Fellir 18050 frá Búrfelli í Svarfaðardal undan Skalla 11023 og Löggu 499 Lagardóttur 07047.

Dreifing úr þessum nautum er ekki hafin en mun væntanlega hefjast innan skamms eða á komandi vikum.

Athugið að til þessum nautum er ekki til SpermVital-sæði. Blöndun þess er í augnablikinu í mikilli óvissu vegna Covid-19 faraldursins en hún hefur verið í höndum sérfræðinga frá Noregi sem eru eins og aðrir háðir ferðatakmörkunum.

/gj