Vansköpuð lömb – erfðagallar

Alltaf fæðist eitthvað af lömbum sem eru vansköpuð. Sumt af þessu er væntanlega tilfallandi tilfelli og því ekki áhyggjuefni. Síðan er vitað af ákveðnum göllum sem erfast, s.s. bógkreppa. Líkt og verið hefur, er mikilvægt að fá vitneskju um vanskapanir, sérstaklega þegar um ræðir lömb undan sæðingahrútum og grunur er um bógkreppu. Þeir sem luma á slíkum upplýsingum eru beðnir að setja sig í samband við Eyþór Einarsson hjá RML (ee@rml.is).

ee/okg