Veðurmælingar og mygluspá fyrir kartöflubændur

Staðsetning veðurstöðva á korti
Staðsetning veðurstöðva á korti

RML starfrækir nú þrjár sjálfvirkar veðurstöðvar sem tengdar eru við mygluspárkerfi Euroblight í Danmörku. Stöðvarnar eru staðsettar í Þykkvabæ, Eyjafirði og Hornafirði nærri ræktunarsvæðum kartöflubænda. Með mygluspánni geta bændur fylgst með mygluhættu jafnóðum og þannig beitt markvissari og öruggari vörnum gegn kartöflumyglu.

 

Myndin sýnir veðurstöð í Hornafirði

Sjá nánar:
Mygluspá fyrir kartöflubændur

/okg