Vegna veðurs - viðbragðshópur

Vegna veðurs sem hefur gengið yfir á Norður- og Austurlandi eru þeir bændur sem eiga í erfiðleikum og þurfa á aðstoð að halda hvattir til þess að hafa samband við neyðarsíma 112. Almannavarnir og lögregla er vel meðvituð um það ástand sem bændur standa nú frammi fyrir. Settur hefur verið saman viðbragðshópur til þess að kortleggja ástandið og meta næstu skref. Sjá nánar á síðu stjórnarráðsins með því að smella hér.

Einnig hefur verið settur inn hnappur á forsíðu vefs Bændasamtaka Íslands sem mun birta helstu tíðindi. Bændavaktin.

Við hvetjum bændur til þess að hafa samband við okkur hjá RML, annaðhvort beint til okkar ráðunauta á þessum svæðum eða í síma 5165000 eða á netfangið rml@rml.is, sé eitthvað sem við getum leiðbeint með varðandi þau vandamál sem upp hafa komið eða varðandi framhaldið.