Yfirlýsing

Á síðustu mánuðum hafa birst ítrekað greinar eftir Jón Viðar Jónmundsson, fyrrverandi starfsmann RML og þar áður BÍ, þar sem vegið er að starfsfólki, félagskjörnum fulltrúum bænda og almennri starfsemi Bændasamtaka Íslands (BÍ) og Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins (RML). Steininn tók þó endanlega úr þegar persónulegar svívirðingar af hendi Jóns rötuðu inn í bókina Þistil sem er nýútkomin saga samnefnds sauðfjárræktarfélags í Þistilfirði.

 Í ofangreindri bók er að finna ómaklegar og ósannar staðhæfingar í garð nafngreindra starfsmanna RML auk annarra aðdróttana og rakalauss þvættings. Þær eru höfundi hennar til mikillar minnkunar en auk þess er það óskiljanlegt að ritstjóri og útgefandi standi að útgáfu með þessum hætti. Rit sem ætlað var að segja merka sögu stendur fyrir vikið eftir án trúverðugleika.

Stjórnir BÍ og RML lýsa yfir fullum stuðningi við starfsfólk sitt í þessu erfiða máli. Fyrir liggur að það hefur reynt verulega á marga og valdið tjóni. Mál er nú að niðurrifsstarfi linni svo að starfsfólk beggja félaganna geti notað alla sína krafta í þágu uppbyggingar og þróunar íslensks landbúnaðar.

Samþykkt af stjórn BÍ þann 28. júní 2018
Samþykkt af stjórn RML þann 2. júlí 2018

 

klk/hh