Til notenda bókhaldsforritsins dkBúbótar

Skattframtal einstaklinga var opnað á vefnum skattur.is föstudaginn 7. mars.

Framtalsuppfærsla dkBúbótar er væntanleg um viku síðar og verður send notendum með skráð netföng með tölvupósti um leið og hún er tilbúin og jafnframt send í fjölföldun á geisladiskum og dreift með landpósti í kjölfarið. Ekki er unnt að ljúka forritun á framtalsútgáfu fyrr en framtalið hefur verið opnað hjá Ríkisskattstjóra til að tryggja rafrænar tengingar og samræmingu við vefframtal.

Athygli er vakin á því að ljúka má uppgjöri ársins, afstemmingum og öllu öðru í bókhaldi en framtalinu sjálfu áður en framtalsuppfærslan berst. 

RML og BÍ sinna þjónustu við dkBúbót. Ef upp koma vandamál við notkun kerfisins og vinnu við það er þjónusta veitt í síma 563 0368. Þjónusta sem tekur til tæknilegra mála er varða dkBúbót sem og áskrift er veitt af upplýsingatæknisviði BÍ og er þá hringt í skiptiborð BÍ í síma 563 0300.

Búast má við nokkru símaálagi og er minnt á að skilja má eftir skilaboð (nafn og símanúmer eða netfang) á skiptiborði RML og BÍ og er reynt að hringja samdægurs til baka ef þess er nokkur kostur. Þá má senda tölvupóst á Jóhönnu Lind hjá RML í gegnum netfangið jle@rml.is og á Hjálmar hjá BÍ í gegnum netfangið hjalmar@bondi.is.

Í leiðinni viljum við minna bændur á að senda rekstrargögn inn í gagnagrunn BÍ strax og vsk-skýrslum hefur verið skilað og eins eftir að framtali hefur verið skilað. Það tekur skamma stund en það er afskaplega mikilvægt að hafa góða þátttöku í því verkefni. Bændaskil virðisaukaskatts voru 3. mars sl. og er upplagt að byrja á að senda þau inn. Sjá má í dkBúbót hverju hefur verið skilað inn og stöðu samþykkis.

Sjá nánar:

Nokkrir gagnlegir tenglar:

 jle/okg