Þrettán bú tilnefnd sem Ræktunarbú ársins 2020

Fagráð í hrossarækt hefur valið þau hrossaræktarbú sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, Ræktunarbú ársins. Valið stóð á milli 50 búa sem náð höfðu athyglisverðum árangri á árinu. Reglur fagráðs um ræktunarbú ársins má finna á heimasíðu Félags hrossabænda, fhb.is. Tilnefnd eru 12 efstu bú ársins að loknum útreikningi. Í ár voru þrjú bú jöfn í tólfta sæti og eru búin því 13 í ár. Tilnefnd bú hljóta viðurkenningu á ráðstefnunni Hrossarækt 2020 sem haldin verður rafrænt að þessu sinni laugardaginn 12. desember næstkomandi.

Í stafrófsröð eru tilnefnd bú:

  • Efri-Fitjar, Gréta Brimrún Karlsdóttir, Gunnar Þorgeirsson og Tryggvi Björnsson
  • Efsta-Sel, Daníel Jónsson og Hilmar Sæmundsson
  • Fet, Karl Wernersson
  • Flagbjarnarholt, Bragi Guðmundsson, Valgerður Þorvaldsdóttir, Sveinbjörn Bragason, Þórunn Hannesdóttir og fjölskylda
  • Garðshorn á Þelamörk, Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir Thorlacius
  • Hjarðartún, Óskar Eyjólfsson
  • Ketilsstaðir/Syðri-Gegnishólar, Bergur Jónsson og Olil Amble
  • Prestsbær, Inga og Ingar Jensen
  • Ragnheiðarstaðir, Helgi Jón Harðarson og fjölskylda
  • Skagaströnd, Þorlákur Sigurður Sveinsson og Sveinn Ingi Grímsson
  • Skipaskagi, Jón Árnason og Sigurveig Stefánsdóttir
  • Torfunes, Baldvin Kr. Baldvinsson
  • Þúfur, Mette Mannseth og Gísli Gíslason

Fagráð í hrossarækt óskar tilnefndum búum innilega til hamingju með frábæran árangur.

/okg