Vel heppnaður ráðunautafundur og Spildudagur

Dagana 18. og 19. ágúst héldu RML og LbhÍ ráðunautafund á Hvanneyri. Fundurinn var einkar vel heppnaður og góður grunnur lagður að farsælu samstarfi. Spildudagur LbhÍ og RML var haldinn í beinu framhaldi þar sem bændur fjölmenntu. Það er margt í gangi hjá Jarðræktarmiðstöð LbhÍ sem áhugavert er að fylgjast með. Í húsnæði Jarðræktarmiðstöðvarinnar kynntu LbhÍ og RML helstu verkefni sín sem tengjast viðfangsefninu.

Meðfylgjandi er tengill á uppýsingar um þau verkefni sem RML kynnti á Spildudeginum. 

Sjá nánar: 
Verkefni kynnt á Spildudegi

/okg