Nautgriparækt fréttir

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í október 2016

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í nýliðnum október hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til skömmu fyrir hádegið þ. 11. nóvember, höfðu skýrslur borist frá 89% af þeim búum sem skráð voru til þátttöku en þau voru 566. Reiknuð meðalnyt 22.721,1 árskýr á þessum 89% búanna, var 6.202 kg á síðustu 12 mánuðum.
Lesa meira

Jafnvægisverð á kvótamarkaði 205 kr. á lítra

Matvælastofnun barst 114 gild tilboð um kaup og sölu á tilboðsmarkaði með greiðslumark mjólkur þann 1. nóvember 2016, sem nú er lokið. Markaðurinn að þessu sinni var sá stærsti frá upphafi markaðar fyrir greiðslumark mjólkur. Kveðið er á tilboðsmarkað með greiðslumark mjólkur í reglugerð um markaðsfyrirkomulag við aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur á lögbýlum nr. 190/2011 með síðari breytingum. Þessi markaður er síðasti tilboðsmarkaður með greiðslumark mjólkur og við tekur innlausnarskylda ríkisins á greiðslumarki frá 1. janúar 2017 til 31. desember 2020. samkvæmt nýjum búvörulögum. Matvælastofnun, Búnaðarstofa, mun annast innlausn greiðslumarks og skal bjóða til sölu greiðslumark, sem innleyst er, á því verði sem ríkið greiddi fyrir innlausn.
Lesa meira

Greiðslur fyrir mjólk umfram geiðslumark frá 1. jan. 2017

Stjórn Auðhumlu svf. ákvað á fundi sínum 27. október 2016 að fyrirkomulag á greiðslum fyrir umframmjólk 2017 verði óbreytt frá því sem nú er, en sérstakt innvigtunargjald verði hækkað í 35 kr. á lítra frá 1. janúar 2017 sem svo endurskoðist mánaðarlega. Þetta innvigtunargjald nemur nú 20 kr. á lítra þannig að um 75% hækkun er að ræða á gjaldinu.
Lesa meira

Niðurstöður skýrslnanna í nautgriparæktinni í september 2016

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni nú í september hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til um þrjúleytið síðdegis þ. 11. október, höfðu skýrslur borist frá 89% af þeim búum sem skráð voru til þátttöku en þau voru samtals 571. Reiknuð meðalnyt 22.860,3 árskúa á þessum 89% búanna, var 6.195 kg á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira

Fleiri reynd naut úr 2010 árgangnum

Fagráð í nautgriparækt ákvað á fundi sínum þann 29. september að setja sjö naut úr 2010 árgangnum í notkun sem reynd naut til viðbótar þeim sem áður voru komin til notkunar. Þessi sjö naut eru Kústur 10061 frá Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi, Lúður 10067 frá Brúnastöðum í Flóa, Sólon 10069 frá Bessastöðum á Heggstaðanesi, Dropi 10077 frá Fossi í Hrunamannahreppi, Neptúnus 10079 og Úranus 10081 frá Hvanneyri í Andakíl og Úlli 10089 frá Dæli í Fnjóskadal.
Lesa meira

Nú þarf að merkja alla nautgripi

Við viljum vekja athygli umráðamanna nautgripa á að reglugerð um merkingar búfjár hefur breytt á þann veg að að 2. málsgrein 6. greinar hefur verið felld brott. Málsgreinin hljóðaði þannig: Kálfar, sem slátrað er innan 20 daga frá fæðingu, skulu fluttir beint frá búinu í sláturhús og auðkenndir þannig að númer móður sé gefið upp við slátrun. Þetta þýðir að merkja verður alla kálfa sem fæðast lifandi í bæði eyru innan 20 daga frá fæðingu hvort sem að þeim er slátrað nýfæddum eða þeir settir á til lífs.
Lesa meira

Ný óreynd naut úr 2015 árgangi í dreifingu

Nú eru komnar upplýsingar um ný óreynd naut úr 2015 árgangi á nautaskra.net. Þetta eru eftirtalin fjögur naut; Hrókur 15023 frá Stóru-Hildisey 2 í Landeyjum undan Sandi 07014 og Auðlind 694 Bambadóttur 08049, Svampur 15027 frá Bakka á Kjalarnesi undan Bamba 08049 og Kommu 379 SKurðsdóttur 02012, Hróar 15028 frá Hallfreðarstöðum 2 í Hróarstungu undan Flekk 08029 og Elvu Dögg 641 Stássadóttur 04024 og Ábóti 15029 frá Skipholti 3 í Hrunamannahreppi undan Bamba 08049 og Abbadís 469 Þollsdóttur 99008. Hrókur og Hróar eru fyrstu synir Sand 07014 og Flekks 08029 sem koma til dreifingar.
Lesa meira

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í nautgriparæktinni í ágúst 2016

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni nú í ágúst hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til nokkru eftir hádegið þ. 13. september, höfðu skýrslur borist frá 90% þeirra 574 búa sem skráð voru til þátttöku. Reiknuð meðalnyt 23.030,2 árskúa á þessum 90% búanna, var 6.163 kg á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira

Jafnvægisverð á greiðslumarki mjólkur 240 kr/l.

Matvælastofnun bárust 76 gild tilboð um kaup og sölu á tilboðsmarkaði með greiðslumark mjólkur þann 1. september 2016, sem nú er lokið. Þetta kemur fram á heimasíðu Matvælastofnunar. Markaðurinn að þessu sinni var með þeim stærstu frá upphafi markaðar fyrir greiðslumark mjólkur. Kveðið er á tilboðsmarkað með greiðslumark mjólkur í reglugerð um markaðsfyrirkomulag við aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur á lögbýlum nr. 190/2011 með síðari breytingum. Aðeins var hægt að bjóða til sölu ónotað greiðslumark mjólkur á tilboðsmarkaðnum að þessu sinni.
Lesa meira

Niðurstöður skýrslnanna í nautgriparæktinni við lok júlí 2016

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í nýliðnum júlí hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til nokkru fyrir hádegið þ. 11. ágúst, höfðu skýrslur borist frá 86% þeirra 574 búa sem skráð voru til þátttöku. Reiknuð meðalnyt 22.159,2 árskúa á þessum 86% búanna, var 6.166 kg á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira