Gæti betri frjósemi ánna bætt afkomuna á þínu búi?

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur hug á að setja í gang verkefni næsta haust sem lítur að því að efla fóðrunarleiðbeiningar í sauðfjárrækt með áherslu á frjósemi og var auglýst eftir þátttakendum í lok maí sl. Nokkur áhugi er á verkefninu meðal sauðfjárbænda en okkur vantar ögn meiri breidd í frjósemi ánna á þátttökubúum, þ.e.a.s. það vantar bú inn í þetta þar sem frjósemi liggur yfirleitt undir 1,8 lömbum fæddum eftir hverja fullorðna á. Þessi bú ættu jafnframt að hafa mestan ávinning af því að taka þátt í þessu verkefni og viljum við því gera aðra tilraun til að kalla eftir þátttakendum.

Hægt er að fá nánari upplýsingar um verkefnið hjá Árni B. Bragasyni (ab@rml.is / 895-1372/516-5008 eða Eyþóri Einarssyni (ee@rml.is / 862-6627/516-5014) sem jafnframt taka á móti skráningum. Tilkynna þarf þátttöku fyrir 10. júlí n.k. 

Nánari upplýsingar um verkefnið má sjá hér.

ab/okg