Sauðfjárbændur athugið - varðandi riðuarfgerðargreiningar og bógkreppu

Bógkreppa
Líkt og fjallað hefur verið um áður, þá eru í gangi rannsóknir á erfðagallanum bógkreppu. Ef bændur fá lömb með slíka vansköpun (krepptir framfætur) er gott að fá um það vitneskju. En í vor er reynt að safna sýnum úr slíkum lömbum og foreldrum þeirra. Gott er því teknar séu myndir af þessu lömbum. Þá er stefnan að prófa hið svokallað setraðapróf á völdum gripum og munu synir Viðars 17-844 vera þar í forgangi og því gott að fá sýni úr þeim. Best er að hafa samband við Eyþór Einarsson (ee@rml.is) varðandi bógkrepputilfelli.

PrP arfgerðargreiningar (riðuarfgerðargreiningar)
Þá er minnt á að bændur eru hvattir til að taka sýni vegna riðuarfgerðargreininga. Gott er að taka núna í vor úr þeim lömbum sem er nokkuð fyrirsjáanlegt að þurfi að taka úr. Það á t.d. við um lömb undan gripum sem bera ARR eða T137 og eru veittir sérstakir hvatastyrkir til að niðurgreiða greiningar á þeim lömbum. Tekið skal samt fram að ef fyrirséð er að lambið muni ekki koma til greina til ásetnings er ástæðulaust að taka úr því sýni. Þá skal einnig áréttað að þó hvatastyrkirnir einskorðist við ARR og T137 er mikilvægt að fjölga einnig öðrum breytileikum sem veit mótstöðu gegn riðu (N138, C151 og H154 (AHQ)) og því getur verið gott að taka sýni úr lömbu sem gætu borið einhverja af þeim breytileikum. Þeir sem hafa ekki látið greina hrútana sýna, eru hvattir til að taka úr þeim sýni nú í vor, þannig að bændur geti haft þær niðurstöður til hliðsjónar við val á ásetningslömbunum á komandi hausti.

Sjá nánar: 
Panta sýnatökubúnað
Ýmsar upplýsingar um arfgerðargreiningar vorið 2023

/okg