Skipulagning sauðfjárdóma í fullum gangi

Á næstu dögum verða birt dagatöl sauðfjárdóma hér á vefnum jafnóðum og þau verða tilbúin, þau verða svo uppfærð reglulega eftir því sem við á. Eins og áður hefur komið fram njóta pantanir sem bárust fyrir 18. ágúst forgangs við niðurröðun.

Best er að bændur panti sjálfir hér í gegnum vefinn en einnig er hægt að hringja í 516-5000 og láta taka pöntun niður.

Eftirtaldir aðilar sjá um skipulagningu lambadóma:

  • Gullbringusýsla, Kjósarsýsla, Borgarfjörður, Snæfellsnes, Vestur-Barðastrandarsýsla og Ísafjarðarsýslur: Árni B. Bragason og Oddný Kristín Guðmundsdóttir
  • Dalasýsla og Austur-Barðastrandarsýsla: Eyjólfur Ingvi Bjarnason
  • Húnaþing og Strandir: Sigríður Ólafsdóttir
  • Skagafjörður, Eyjafjörður, Suður-Þingeyjarsýsla: Ditte Clausen
  • Norður-Þingeyjarsýsla: Steinunn Anna Halldórsdóttir
  • Múlasýslur: Guðfinna Harpa Árnadóttir
  • Austur og Vestur-Skaftafellssýslur, Rangárvallasýsla og Árnessýsla: Guðrún Hildur Gunnarsdóttir

Sjá nánar:
Panta sauðfjárdóma
Dagatal sauðfjárdóma

/okg