Arfgerðargreiningar lamba vorið 2023

Á komandi vori eru bændur hvattir til þess að taka sýni úr lömbum sem geta borið áhugaverðar arfgerðir m.t.t. riðumótstöðu. Mikilvægt er að fylgja eftir notkun á hrútum með verndandi eða hugsanlega verndandi arfgerðir. Sérstök áhersla er á að greina sem allra flest þeirra lamba sem gætu borið ARR eða T137. Því mun þróunarsjóður sauðfjárræktarinnar styrkja sérstaklega greiningar á þeim lömbum.

Hvatastyrkurinn verður 1.800 kr. og mun hann dragast frá greiningarkostnaðinum; styrkurinn er óháður greiningaraðferð eða greiningaraðila en gildir eingöngu fyrir afkvæmi foreldra sem bera ARR eða T137. Styrkirnir miðast við að niðurstöður liggi fyrir í Fjárvís

Engu að síður eru bændur áfram hvattir til þess að fjölga öðrum arfgerðum s.s. lítið næmu genasamsætunni AHQ og breytileikanum C151. Þá er visslega áfram stefnt að útrýmingu áhættuarfgerðarinnar (VRQ) og á riðusvæðum einnig hlutlausu arfgerðarinnar (ARQ).

Pöntunarform fyrir sýnatökuefni fyrir vorið hefur nú verið uppfært hér á vefnum.

Nokkur atriði til að hafa í huga:

 • Best er að allar pantanir verði komnar inn fyrir 10. apríl, en í kjölfarið verður farið að útdeila sýnatökuefninu.
 • Hæg er að velja hvort menn vilja taka vefjasýni úr eyra og fá sýnin greind hjá Agrobiogen eða taka stroksýni og fá það greint hjá Matís.
 • Stroksýnin skal senda beint til Matís, Vínlandsleið 12, 113 Reykjavík, til greiningar. Hver greining kostar 4.300 kr. án vsk. og fæst þá 6 sæta greiningu eins og síðast (136, 137, 138, 151, 154, 171).
 • Hylkin með vefjasýnunum sem greind verða í Þýskalandi skal senda á RML, Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnes. Mikilvægt er að öll sýni berist sem fyrst að loknum burði þannig að hægt verði að fá niðurstöður í góðum tíma fyrir haustið. Greiningar munu fara fram allt sumarið og niðurstöður verða jafnóðum lesin inn í Fjárvís eftir að þær berast.
 • Agrobiogen mun áfram bjóða upp á 6 sæta greiningu. Hún mun kosta 2.910 kr. án vsk.
 • Þar verða einnig í boði hagkvæmari kostur sem eru „einkeyrslugreiningar“. Hver slík greining kostar 2.160 kr. án vsk.*. Þær gefa niðurstöðu fyrir 1 til 3 sæti eftir því hvaða sæti þarf að greina. Hér munu menn geta valið eina greiningu af eftirfarandi:
  • Nr. 1 – sæti 136, 137 og 138 (gefur upplýsingar um breytileikana V136 (veldur áhættuarfgerð), T137 og N138)
  • Nr. 2 – sæti 151 og 154 (gefur upplýsingar hvort C151 eða/og H154 sé að finna)
  • Nr. 3 – sæti 171 (gefur upplýsingar um R171 (ARR))
 • Einkeyrslugreiningin er góður kostur t.d. í þeim tilfellum þar sem nægilegar upplýsingar til að byrja með er að vita hvort lambið hafi fengið þá genasamsætu sem verið var að sækjast eftir. Hægt verður að fá viðbótargreiningu á sama DNA sýni síðar ef þörf krefur, mun það væntanlega kosta innan við 1.500 kr. en verður auglýst nánar í haust.
 • Við pöntun þarf ekki að koma fram hvernig greiningu menn ætla að fá á vefjasýnið (hylki). Það verður hins vegar mikilvægt þegar sýnum verður skilað inn að hafa þau flokkuð og merkt í sér poka eftir því hvernig á að greina þau og láta fylgiblaðið fylgja með.

Sjá nánar: 
Panta sýnatökuefni

 /okg