Lean í sauðburðinum

Sauðburður er einn mesti álagstími á sauðfjárbúum. Vinnudagar eru langir, verkin mörg og oftar en ekki bætast við aukahendur. „LEAN management“ eða straumlínustjórnun á íslensku, er vel þekkt um allan heim í stjórnun. Færri tengja LEAN aðferðafræðina við landbúnað en aðferðafræðin hefur þó verið aðlöguð að landbúnaði með góðum árangri. Í grundvallaratriðum snýst LEAN um að draga úr sóun í framleiðsluferlum. Markmiðið er að skapa meiri verðmæti með minni aðföngum með því að öðlast skilning á einstökum þáttum í virðiskeðju búsins, búa til gott flæði í vinnu og vinna stöðugt að því að bæta verkferla.
Starfsmenn RML hafa tekið saman nokkur atriði sem einfalt er fyrir bændur að nýta til að bæta skipulag og létta sér störfin á sauðburði.

Samantektina má nálgast hér

Upptöku af fræðslufundinum á garðabandinu 2021 má nálgast hér