Loftslagsvænn landbúnaður

Framundan eru námskeið í Loftslagsvænum landbúnaði. Þar mun bændum og öðrum landeigendum gefast kostur á að efla þekkingu á loftslagsmálum. Farið verður yfir aðgerðir til að draga úr kolefnisspori landbúnaðarins, með breyttri landnýtingu, ræktun, áburðarnotkun og fóðrun, auk kolefnisbindingar. Kennarar á námskeiðinu koma frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Landgræðslunni og Skógræktinni. Forsendur fyrir því að geta orðið þátttakendur í verkefninu á seinni stigum þess og njóta þar með sértæks stuðnings í formi ráðgjafar og styrkja, er að hafa setið námskeið.

Námskeiðsstaðirnir verða valdir með hliðsjón af fjölda skráninga af hverju svæði. Nú þegar eru komnar nægjanlega margar skráningar af nokkrum svæðum til að halda námskeið en annars staðar eru enn ekki nægar forsendur til þess.

Námsskeiðsgjaldið er áætlað 12.000 krónur á þátttakenda og innifalið í verðinu er léttur hádegisverður.

Verkefnið nýtur stuðnings frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytinu og Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Skráning fer fram í gegnum tengil hér að neðan. 

Sjá nánar

Skráning á námskeið í loftslagvænum landbúnaði

bpb/okg