Nýtt skýrsluhaldsár hefst 1. apríl

Rétt er að minna á að nýtt skýrsluhaldsár í hrossarækt hefst 1. apríl ár hvert í WorldFeng. Eftir þann tíma er ekki hægt að skrá það sem tilheyrir síðastliðnu ári inni í heimaréttinni. Ræktendur er hvattir til að skoða heimaréttina sína og athuga hvort allt sé frágengið fyrir árið 2022. Er búið að skrá folöldin, fang, geldingar og afdrif?

Eigendur stóðhesta eru minntir á að skrá fangskýrslur sinna stóðhesta í gegnum heimaréttina. Einnig að staðfesta fangskráningar sem hafa komið frá hryssueigendum þar í gegn. Sé það ekki gert skilar skráningin frá hryssueigandanum sér ekki inn í folaldaskráningu þessa árs. Hryssur þurfa að hafa staðfest fang í WF til að eigendur þeirra hafi möguleika á að skrá folöld í gegnum sína heimarétt sér að kostnaðarlausu.

Til upprifjunar er rétt að benda á að hryssueigendur geta grunnskráð sín folöld sjálfir að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

  • Hafa fullan aðgang að WF, hjarðbókaraðgangur nægir ekki.
  • Viðkomandi verður að vera þátttakandi í skýrsluhaldi WF (hafa skráðan uppruna og fastanúmer).
  • Fangskráning þarf að vera staðfest.

Sjá nánar: 
Leiðbeiningar um notkun heimaréttar WorldFengs

/okg