Nýtt skýrsluhaldsár í hrossarækt hefst 1. apríl

Rétt er að minna á að nýtt skýrsluhaldsár í hrossarækt hefst 1. apríl ár hvert í WorldFeng. Eftir þann tíma er ekki hægt að skrá það sem tilheyrir síðastliðnu ári inni í heimaréttinni. Ræktendur er hvattir til að skoða heimaréttina sína og athuga hvort allt sé frágengið fyrir árið 2023. Er búið að skrá folöldin, fang, geldingar og afdrif?

Eigendur stóðhesta eru minntir á að skrá hvað hryssur voru hjá þeirra hestum sumarið 2023. Ef hryssueigandinn er þegar búin að skrá fyljun er nóg að stóðhestseigandinn staðfesti þá skráningu (sjá mynd 1). Sé það ekki gert skilar skráningin frá hryssueigandanum sér ekki inn í folaldaskráningu þessa árs.

Mynd 1. Hér má sjá að fyljun sem hryssueigandi hefur skrá á hryssuna sína hefur verið samþykkt af stóðhestseiganda.

Til upprifjunar er rétt að benda á að hryssueigendur geta grunnskráð folöld undan sínum hryssum að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

  • Hafa fullan aðgang að WF, hjarðbókaraðgangur nægir ekki.
  • Viðkomandi verður að vera þátttakandi í skýrsluhaldi WF (hafa skráðan uppruna og fastanúmer).
  • Fangskráning þarf að vera staðfest.

Sjá nánar:
Upplýsingar um heimaréttina og notkun hennar 

/okg