Síðasti skráningardagur í Bændahópa er 15. janúar

Vinnum saman að markmiðum okkar og bætum árangur tengdan jarðrækt og gróffóðuröflun
Síðasti skráningardagur 15. janúar!

RML bauð upp á bændahópa að finnskri fyrirmynd í fyrsta skiptið árið 2023 og nú er möguleiki að taka þátt í nýjum hópum 2024. Fjallað var um bændahópana í síðasta Bændablaði og m.a. reynslu bænda sem voru í fyrstu hópunum. Nú geta fleiri tekið þátt í skemmtilegu og uppbyggilegu starfi með öðrum bændum þar sem bændur miðla þekkingu sín á milli og ná árangri saman, með ráðunautum RML.

Kostnaður vegna fóðuröflunar er hátt hlutfall af heildarkostnaði við búrekstur. Rekstrarverkefni RML hafa sýnt að breytilegur kostnaður vegna fóðuröflunar er lægri hjá framlegðarhæstu búunum og því er til mikils að vinna að lækka fóðurkostnað en halda samt eða auka magn og gæði uppskeru.

Umsögn þátttakenda í bændahóp: „Þetta er skemmtileg samvera með jafningjum sem eykur víðsýni og maður fær speglun á það sem maður gerir vel og getur gert betur á sínu búi“.

Í hverjum hópi verða bændur frá 10 búum sem munu hittast 5 sinnum á ári oftast á búum þátttakenda. Fyrsti fundur verður um miðjan febrúar.
 - Verð fyrir þátttöku er 115.000 kr. án vsk.
 - Ráðunautar sem lóðsa hópa eru: Eiríkur Loftsson, Sigurður Torfi Sigurðsson og Þórey Gylfadóttir.

Upplýsingar og skráningar á heimasíðu RML.
Nánari upplýsingar gefur Þórey Gylfadóttir, thorey@rml.is

Sjá nánar:
Upplýsingar um bændahópa
Skrá í bændahópa
Umfjöllun Bændablaðsins um bændahópa

/okg