Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn september
11.10.2023
|
Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir næstliðna 12 mánuði, þegar september er á enda runninn, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað þegar komið var fram að hádegi þann 11. október.
Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 460 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 125 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.697,8 árskúa á búunum 460 reiknaðist 6.418 kg. eða 6.479 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk) á því 12 mánaða tímabili sem uppgjörið nær yfir. Meðalfjöldi árskúa á fyrrgreindum búum var 53,7.
Lesa meira