Skýrsluhald fréttir

Móttaka kýrsýna hefst aftur mánudaginn 18. maí

Auðhumla hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að frá og með næsta mánudegi, þann 18. maí, verður aftur tekið á móti sýnakössum fyrir kýrsýni, frumu-, gerla- og fangsýni, sem starfsmenn MS og Auðhumlu taka ekki sjálfir.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í mars

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í mars síðastliðnum hafa verið birtar á vef okkar. Rétt er að geta þess að niðurstöðurnar í skýrsluhaldi mjólkurframleiðenda byggjast á skilum mjólkurskýrslna og annarra skráninga eins og staðan á þeim var skömmu fyrir hádegi þ. 14. apríl 2020. Hér má einnig benda á það að þó hérlendis virðist að sinni hafa gengið vel að draga úr útbreiðslu kórónaveirunnar sem dreifst hefur víða um lönd, þá geta bein sem óbein áhrif hennar komið víða fram fyrr eða síðar. Ekki er þau þó endilega að sjá í afurðatölum í nautgriparæktinni frá í mars og vonandi veit það á gott. Við óskum nautgripabændum sem öðrum velfarnaðar í lífi og starfi á komandi vikum
Lesa meira

Heimilt að veita undanþágu frá skilum á kýrsýnum

Landbúnaðarráðherra, hefur undirritað breytingu á reglugerð nr. 1252/2019 um stuðning í nautgriparækt en með henni verður ráðuneytinu heimilt við sérstakar aðstæður að veita undanþágu frá skilyrði um skila þurfi kýrsýnum tvisvar sinnum í hverjum ársfjórðungi, til þess að þátttaka í afurðaskýrsluhaldi teljist fullnægjandi. Fullnægjandi afurðaskýrsluhald er skilyrði fyrir greiðslum til bænda samkvæmt reglugerðinni. Með breytingunni verður því unnt að tryggja óskertar greiðslur til bænda við sérstakar aðstæður.
Lesa meira

Nýtt skýrsluhaldsár hefst 1. apríl

Minnum á að nýtt skýrsluhaldsár í hrossarækt hefst 1. apríl. Eftir þann tíma er ekki hægt að skrá neitt sem tilheyrir árinu 2019 inni í heimaréttinni. Ef til vill hafa einhverjir gleymt að gera grein fyrir fyljanaskráningu eða að skrá folöld. Við hvetjum ræktendur til að skoða heimaréttina og sjá hvort allt er frágengið sem tilheyrir síðasta ári.
Lesa meira

ÁRÍÐANDI: Móttöku kýrsýna hætt tímabundið

Auðhumla hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að ákveðið hefur verið að hætta tímabundið móttöku og mælingu á kýrsýnum, frumusýnum, gerlasýnum, fangsýnum og öðrum sýnum sem starfsmenn MS og Auðhumlu taka ekki sjálfir. Þetta er gert í samráði við aðgerðarhóp BÍ til að girða fyrir smitleiðir. Gildir þessi ráðstöfun meðan þetta ástand varir. Ekki verður tekið við sýnum hvorki í samlögunum né af bílstjórum. Þessi ráðstöfun tekur þegar gildi.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í febrúar

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum febrúar hafa verið birtar á vef okkar. Rétt er að geta þess að niðurstöðurnar í skýrsluhaldi mjólkurframleiðenda byggjast á skilum mjólkurskýrslna og annarra skráninga eins og staðan á þeim var skömmu fyrir hádegi þ. 11. mars 2020. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 517 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 108 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.748,7 árskúa á þessum 517 búum var 6.413 kg eða 6.673 kg OLM (orkuleiðrétt mjólk)
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í janúar 2020

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum janúar hafa verið birtar á vef okkar. Rétt er að geta þess að niðurstöðurnar í skýrsluhaldi mjólkurframleiðenda byggjast á skilum mjólkurskýrslna og annarra skráninga eins og staðan á þeim var fyrir hádegi þ. 11. febrúar 2020. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 523 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 107 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 25.084,2 árskúa á þessum 523 búum var 6.416 kg eða 6.667 kg OLM
Lesa meira

Jana 432 á Ölkeldu 2 er búin að mjólka yfir 100 þús. kg mjólkur

Afrekskýrin Jana 432 á Ölkeldu 2 í Staðarsveit á Snæfellsnesi hefur nú bæst í hóp þeirra afreksgripa sem rofið hafa 100 tonna múrinn í æviafurðum. Nú um áramótin hafði hún mjólkað 100.449 kg mjólkur yfir ævina en hún var í 12,0 kg dagsnyt þann 28. desember s.l. Það má því ætla að hún hafi mjólkað sínu 100 þús. kg mjólkur nærri mánaðamótum nóv./des.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í nóvember

Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 519 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 105 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.837,5 árskúa á þessum 519 búum var 6.301 kg eða 6.552 kg OLM (orkuleiðrétt mjólk)
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í nýliðnum október

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum október hafa verið birtar á vef okkar. Rétt er að geta þess að niðurstöðurnar í skýrsluhaldi mjólkurframleiðenda byggjast á skilum mjólkurskýrslna og annarra skráninga eins og staðan á þeim var nálægt hádegi þ. 11. nóvember 2019. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 531 búi en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 108 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 25.560,7 árskúa á þessum 531 búi var 6.297 kg eða 6.546 kg OLM (orkuleiðrétt mjólk)
Lesa meira