Garðyrkja fréttir

Lífræn ræktun - Breyting í ráðgjöf hjá RML

Lena Reiher ráðunautur RML sem sinnt hefur m.a. ráðgjöf í lífrænni ræktun ákvað í byrjun árs að breyta um starfsvettvang og flytja til Þýskalands nú í sumar. Lena vann að fjölbreyttum störfum hjá RML undanfarin ár, m.a í hrossarækt, sauðfjár- og nautgriparækt auk lífrænnar ræktunar. Í stað Lenu hefur Árni B. Bragason ráðunautur RML tekið að sér að halda áfram því góða starfi sem Lena sinnti varðandi upplýsingagjöf og ráðgjöf á sviði lífrænnar ræktunar.
Lesa meira

Tölur um búfjárfjölda og fóðurforða 2016

Matvælastofnun hefur lokið gagnasöfnun og birt hagtölur í landbúnaði um búfjárfjölda og fóðurforða fyrir árið 2016. Um beina gagnasöfnun er að ræða þar sem búfjáreigendur/umráðamenn búfjár skrá upplýsingar um fjölda búfjár, forða og landstærðir í gagnagrunn Matvælastofnunar, Bústofn.
Lesa meira

Gulrófnabændur í kynnisferð til Noregs

Dagana 29. ágúst til 2. september fóru félagar í Félagi gulrófnabænda í kynnisferð til Þrándheims í Noregi. Helgi garðyrkjuráðunautur slóst með í för, ásamt Kari Årekål og Patrik Sjøberg, norskum ráðunautum sem aðstoðuðu við skipulagningu heimsóknarinnar. Töluverð grænmetisrækt er í Frosta og nágrenni og voru rófubændur á því svæði heimsóttir.
Lesa meira

Heimsóknir í akra: Tíma- og staðsetningar uppfærðar

Dagana 20.-23. júní nk. verður Benny Jensen kartöflu- og kornræktarráðunautur frá BJ-Agro í Danmörku hér á landi og heimsækir bú og skoðar kartöflugarða en einnig kornakra á ákveðnum stöðum. Verður ástand akranna metið og m.a. horft eftir illgresi, sjúdómum og skortseinkennum í korni. Kornbændum og öðru áhugafólki um kornrækt er boðið að skoða þessa akra með Benny. Í för með honum verða ráðunautar frá RML. Tíma- og staðsetningar hafa verið uppfærðar hér á síðunni.
Lesa meira

Verðlækkun á áburði á milli 7 og 15%

Nú hafa allir stærslu áburðarsalar síðustu ára auglýst framboð og verð á áburði. Lækkun á áburðarverði er umtalsverð á milli ára eða oft á bilinu 7 og 15% en það er breytilegt á milli áburðarsala og áburðartegunda.
Lesa meira

Finnskur garðyrkjuráðunautur í heimsókn - Hópferð að Hveravöllum

Sune Gullans garðyrkjuráðunautur frá Finnlandi var hér í reglubundinni heimsókn í nóvemberbyrjun. Sunnlenskir garðyrkjubændur og Helgi garðyrkjuráðunautur slógust í för með honum að Hveravöllum í Reykjahverfi.
Lesa meira

Heimsókn ráðunautar í jarðarberjarækt

Í gær fengum við hjá RML til landsins ráðunaut, sérhæfðan í jarðarberjarækt. Hann heitir Rob Van Leijsen og er hollenskur. Íslenskir garðyrkjubændur njóta þess á hverju ári að fá heimsóknir erlendra sérfræðinga sem koma til þeirra undir handleiðslu garðyrkjuráðunauta RML.
Lesa meira

Kartöflu- og kornskoðun með Benny Jensen

Dagana 17. – 19. júní var kartöflu- og kornráðunauturinn Benny Jensen frá BJ Agro í Danmörku við störf hér á landi ásamt Magnúsi Ágústssyni frá RML. Þeir fóru víða um kartöflugarða og meðal annars í Eyjafjörð þar sem ráðunautarnir Eiríkur Loftsson, Sigurður Jarlsson og Borgar Páll Bragason bættust í hópinn.
Lesa meira

Hollenskur paprikuráðunautur í heimsókn

Í fyrstu viku mars (4.-7.) kom hollenski paprikuráðunauturinn Chris Verberne í sína fyrstu heimsókn af fjórum hingað til lands þetta árið. Hann hefur verið íslenskum paprikuræktendum innan handar til fjölda ára. Garðyrkjuráðunautar RML fóru með honum í heimsóknir í Borgarfjörðinn, á Suðurland og norður í land. Almennt séð litu plöntur vel út hjá bændum og voru nánast allir búnir að planta út í húsin hjá sér.
Lesa meira