Heia Norge - Fræðsluferð
22.02.2018
Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarins og NLR (Norsk Landbruksrådgiving) sem eru ráðunautaþjónusta í eigu norskra bænda standa fyrir bændaferð í byrjun nóvember næstkomandi. Ekki er búið að ákveða dagskrána að fullu en gert er ráð fyrir að ferðinni verði heitið til Trøndelag og taki 2-3 daga. NLR í Trøndelag eru vanir að taka á móti hópum annarstaðar frá í Noregi og sýna fjölbreyttar lausnir í útihúsabyggingum og aðstæður í Trøndelag eru ekki svo frábrugðnar íslenskum aðstæðum.
Lesa meira