Bútækni og aðbúnaður fréttir

Íblöndunarefni við votheysverkun

Notkun íblöndunarefna (einnig kölluð hjálparefni) við gróffóðuröflun verður sífellt algengara. Kemur þar til að bæði eru nú á boðstólum betri búnaður til að koma íblöndunarefni í fóðrið og ekki síður aukið framboð af hjálparefnum.
Lesa meira

Minnislisti fjósbyggjandans

Árið 2011 var lokið við uppgjör rannsóknaverkefnisins „Betri fjós“ en það verkefni leiddi m.a. í ljós að þrátt fyrir að töluverð reynsla hafi skapast hér á landi við hönnun, byggingu eða breytingu fjósa, þá reyndust öll fjós sem heimsótt voru í því rannsóknaverkefni innihalda einhverja galla. Flesta gallana hefði mátt koma í veg fyrir með meiri þekkingu á hönnun og/eða frágangi við byggingu eða breytingu fjósanna. Skýringuna á þessum mistökum má vafalítið heimfæra upp á smæð markaðarins á Íslandi, en harla erfitt og raunar ólíklegt er að hægt sé að fá jafn góða þjónustu við hönnun fjósa og leiðbeiningar við byggingu eða breytingar fjósa hér á landi og kúabændur erlendis geta fengið, enda eru nýbyggingar eða breytingar á fjósum hér á landi ekki taldar nema í fáeinum tugum árlega.
Lesa meira

Mikil eftirspurn eftir ráðgjöf á sviði bygginga og bútækni

Næg verkefni eru hjá RML á nýju ári. Á dögunum var Unnsteinn Snorri Snorrason bygginga- og bútækniráðunautur á ferðinni í Austur-Skaftafellssýslu. Af því tilefni var haldinn fræðslufundur um fjósbyggingar á fjósloftinu hjá Eiríki og Elínu á Seljavöllum í Nesjum og var meðfylgjandi mynd tekin á þeim fundi.
Lesa meira