Bútækni og aðbúnaður fréttir

Fjárfestingastuðningur - umsóknarfrestur

Nú líður að því að sækja þurfi um fjárfestingastuðning fyrir framkvæmdum á árinu 2019. Umsóknarfrestur fyrir umsóknir í sauðfjárrækt er 15. mars en í nautgriparækt er hann 31. mars (29. mars er föstudagur fyrir þá sem kjósa aðstoð RML). Smellið á fyrirsögn fyrir nánari upplýsingar.
Lesa meira

Nýjar reglugerðir um stuðning í landbúnaði

Fjórar nýjar reglugerðir um stuðning við nautgriparækt, sauðfjárrækt, garðyrkju og landbúnað voru gefnar út í Stjórnartíðundum í dag en þær taka gildi 1. janúar 2019. Þetta í samræmi við ákvæði búvörusamninga frá 2016 og eru reglugerðirnar endurskoðaðar árlega. Í frétt á vef atvinnuvegaráðuneytisins kemur fram að reglugerðirnar séu að mestu leyti samhljóða reglugerðum sem að giltu um sama efni árið 2018 og breytingar flestar smávægilegar.
Lesa meira

Bændaferð til Noregs 7.-11. nóvember

Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarins og NLR (Norsk Landbruksrådgiving) sem er ráðunautaþjónusta í eigu norskra bænda, standa fyrir bændaferð til Noregs dagana 7.-11. nóvember næstkomandi. Farið verður í heimsóknir til bænda, hlustað á fyrirlestra frá NLR um norskan landbúnað og að lokum farið á landbúnaðarsýningu.
Lesa meira

Heia Norge - Fræðsluferð

Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarins og NLR (Norsk Landbruksrådgiving) sem eru ráðunautaþjónusta í eigu norskra bænda standa fyrir bændaferð í byrjun nóvember næstkomandi. Ekki er búið að ákveða dagskrána að fullu en gert er ráð fyrir að ferðinni verði heitið til Trøndelag og taki 2-3 daga. NLR í Trøndelag eru vanir að taka á móti hópum annarstaðar frá í Noregi og sýna fjölbreyttar lausnir í útihúsabyggingum og aðstæður í Trøndelag eru ekki svo frábrugðnar íslenskum aðstæðum.
Lesa meira

Samvinna RML og Norsk Landbruksrådgivning

NLR mun senda sérfræðing í húsnæði fyrir nautauppeldi og holdakýr til Íslands dagana 27.-30. nóvember og er ætlunin að ferðast með hann um landið eins og áhugi er til. Eru áhugasamir sem vilja koma á fræðslufund með honum vinsamlegast beðnir um að senda tölvupóst á sigtryggur@rml.is. Engin binding felst í því að hafa samband.
Lesa meira

Sunnlenskir bændur athugið

Ert þú að hugleiða breytingar eða nýbyggingar á næstu misserum og vilt fá hlutlausa ráðgjöf? Ráðunautur í bútækni og aðbúnaði verður á ferðinni á Suðurlandi dagana 6. og 7. mars til skrafs og ráðagerða. Ef áhugi er á að fá heimsókn er hægt að senda tölvupóst á rml@rml.is eða sigtryggur@rml.is. Haft verður samband við áhugasama og tímasetningar ákveðnar.
Lesa meira

Íblöndunarefni við votheysverkun

Notkun íblöndunarefna (einnig kölluð hjálparefni) við gróffóðuröflun verður sífellt algengara. Kemur þar til að bæði eru nú á boðstólum betri búnaður til að koma íblöndunarefni í fóðrið og ekki síður aukið framboð af hjálparefnum.
Lesa meira

Minnislisti fjósbyggjandans

Árið 2011 var lokið við uppgjör rannsóknaverkefnisins „Betri fjós“ en það verkefni leiddi m.a. í ljós að þrátt fyrir að töluverð reynsla hafi skapast hér á landi við hönnun, byggingu eða breytingu fjósa, þá reyndust öll fjós sem heimsótt voru í því rannsóknaverkefni innihalda einhverja galla. Flesta gallana hefði mátt koma í veg fyrir með meiri þekkingu á hönnun og/eða frágangi við byggingu eða breytingu fjósanna. Skýringuna á þessum mistökum má vafalítið heimfæra upp á smæð markaðarins á Íslandi, en harla erfitt og raunar ólíklegt er að hægt sé að fá jafn góða þjónustu við hönnun fjósa og leiðbeiningar við byggingu eða breytingar fjósa hér á landi og kúabændur erlendis geta fengið, enda eru nýbyggingar eða breytingar á fjósum hér á landi ekki taldar nema í fáeinum tugum árlega.
Lesa meira

Mikil eftirspurn eftir ráðgjöf á sviði bygginga og bútækni

Næg verkefni eru hjá RML á nýju ári. Á dögunum var Unnsteinn Snorri Snorrason bygginga- og bútækniráðunautur á ferðinni í Austur-Skaftafellssýslu. Af því tilefni var haldinn fræðslufundur um fjósbyggingar á fjósloftinu hjá Eiríki og Elínu á Seljavöllum í Nesjum og var meðfylgjandi mynd tekin á þeim fundi.
Lesa meira