Nautgriparækt fréttir

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum mars

Þegar áður nefndar niðurstöður voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 479 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 123 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 23.959,1 árskýr á búunum 479 reyndist 6.336 kg eða 6.329 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk)
Lesa meira

Nýtt kynbótamat fyrir frjósemi og endingu

Við minnum á Teams-fund í hádeginu í dag þar Þórdís Þórarinsdóttir fer yfir nýtt kynbótamat fyrir frjósemi og endingu. Þetta er eitthvað sem enginn áhugamaður um nautgriparækt lætur fram hjá sér fara. Fundurinn er einn funda í fundaröð Fagþings nautgriparæktarinnar 2022. Næsti fundur verður svo að viku liðinni en þá mun Guðrún Björg Egilsdóttir fjalla um áhrif umhverfis á útskilnað niturs á kúamjólk.
Lesa meira

Ný reynd naut til notkunar

Fagráð í nautgriparækt fundaði í gær að lokinni keyrslu á nýju kynbótamati. Ákveðið var að setja fjögur naut fædd árið 2017 í notkun sem reynd naut og eru það jafnframt fyrstu reyndu nautin úr þeim árgangi. Þetta eru Kopar 07014 frá Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði undan Bláma 07058 og Búvísri 555 Baldadóttur 06010, Flýtir 17016 frá Efstu-Grund undir Eyjafjöllum undan Gusti 09003 og Rjóð 524 dóttur Starra 0455 Spottasonar 01028, Stæll 17022 frá Hnjúki í Vatnsdal undan Bolta 09021 og Gjólu 356 Vindilsdóttur 05028 og Jötunn 17026 frá Hvanneyri í Andakíl undan Úlla 10089 og Skuld 1539 Aðalsdóttur 02039.
Lesa meira

Rekstrarafkoma nautgriparæktarinnar 2017-2020 – horfur 2022-2023

Við minnum á Teams-fund í hádeginu í dag þar Runólfur Sigursveinsson fer yfir rekstrarafkomu nautgriparæktarinnar 2017-2020 og horfur þessa árs og næsta. Fundurinn er einn funda í fundaröð Fagþings nautgriparæktarinnar 2022. Næsti fundur verður svo að viku liðinni en þá mun Þórdís Þórarinsdóttir fjalla um nýtt kynbótamat fyrir frjósemi og endingu
Lesa meira

Fjárfestingastuðningur í nautgriparækt - opið fyrir umsóknir til 31. mars

RML minnir nautgripabændur á að opnað hefur verið fyrir umsóknir um fjárfestingastuðning í nautgriparækt í samræmi við reglugerð um stuðning við nautgriparækt nr. 1252/2019, VIII. kafla. Umsóknum um fjárfestingastuðning vegna framkvæmda á árunum 2021-2022 skal skilað inn rafrænt á afurd.is eigi síðar en 31. mars. Markmið stuðningsins er að hraða því að framleiðendur standist kröfur samkvæmt gildandi reglugerð um velferð nautgripa. Skilyrði fyrir veitingu fjárfestingastuðnings er að finna í 26. gr. reglugerðarinnar og eru vegna:
Lesa meira

Fagþing nautgriparæktarinnar 2022: Fyrsti fundur á morgun, þriðjudaginn 15. mars

Við minnum á að fagþing nautgriparæktarinnar 2022 verður með breyttu sniði. Að þessu sinni verður um að ræða röð stuttra fræðsluerinda á Teams í nokkrar vikur. Fyrsti fundurinn verður þriðjudaginn 15. mars kl. 12.00. Til umfjöllunar á þeim fundi verður innleiðing nýrra lífsýnamerkja í nautgriparækt. Hlekk inn á fundinn er að finna hér fyrir neðan.
Lesa meira

Erfðamengisúrval: Sýnabox komin í dreifingu til bænda

Á næstu dögum verður sýnaboxum dreift með mjólkurbílunum til allra mjólkurframleiðenda á landinu. Um er að ræða glært box sem mælst er til að fest verði upp í mjólkurhúsinu á aðgengilegum stað fyrir mjólkurbílstjórana. Í boxin á síðan að setja DNA-sýnaglös eftir töku sýna og mjólkurbílstjórar safna þeim síðan jafnharðan.
Lesa meira

Kynbætur búfjár og kynbótamat - Viðtal við Þórdísi þórarinsdóttur

Nýverið mætti starfsmaður RML, Þórdís Þórarinsdóttir, í viðtal í þáttinn Samfélagið á Rás 1. Þar fræddi Þórdís Þórhildi Ólafsdóttur og hlustendur um kynbætur og kynbótamat. Stiklað var á stóru um þetta víðfema umræðuefni og var meðal annars komið inn á: - Hvað eru kynbætur og hvernig hefur mannkynið nýtt sér þær? - Hvað er kynbótamat og hvernig er það framkvæmt? - Hafa kynbætur neikvæðar afleiðingar í för með sér? - Kynbætur íslensku bústofnanna. Viðtalið byrjar á mínútu 16.12.
Lesa meira

Nautgripamerki til DNA-sýnatöku frá Bjargi komin í sölu

Innleiðingu á erfðamengisúrvali í íslenskri nautgriparækt miðar áfram. Einn liður í því er sýnataka úr kvígum en til þess að úrvalið virki er áframhaldandi og víðtæk sýnataka nauðsynleg. Fyrstu niðurstöður úr rannsóknum sýna að við náum ekki nægri framfaraaukningu nema fyrir arfgerðargreinda gripi. Það þýðir að við þurfum að taka sýni úr sem allra flestum kvígum. Sýnatakan mun nú færast í hendur bænda og verða með þeim hætti að sýni er tekið um leið og merki er sett í kvíguna. Til þess þarf sérstök merki með áföstu sýnatökuglasi. Nú er orðið hægt að panta þessi merki inn á MARK eða bufe.is. Nú standa til boða merki frá tveimur framleiðendum en það eru AgroTag í Danmörku og OS ID í Noregi en sem kunnugt er sér Plastiðjan Bjarg-Iðjulundur um sölu og dreifingu á þeim hérlendis.
Lesa meira

Viðurkenningar fyrir bestu nautin fædd 2014 og 2015 afhent

Viðurkenningar Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands, fyrir bestu nautin í árgöngum 2014 og 2015, voru veittar við lok Búgreinaþing kúabænda í gær, föstudaginn 4. mars 2022. Besta nautið í árgangi 2014 var valið Hæll 14008 frá Hæl 1 í Eystrihreppi og Tanni 15065 frá Tannstaðabakka í Hrútafirði besta nautið í árgangi 2015. Ræktendur Hæls 14008 eru þau Bolette Höeg Koch og Sigurður Steinþórsson heitinn og tók Bolette við viðurkenningunni, ásamt dætrum þeirra Sigurðar, úr hendi Herdísar Mögnu Gunnarsdóttur formanns Deildar kúabænda. Ræktendur Tanna 15065 eru þau Guðrún Eik Skúladóttir og Óskar Már Jónasson og tók Guðrún Eik við viðurkennningunni.
Lesa meira