Nautgriparækt fréttir

Rekstur kúabúa 2019-2021 - Netfundur

Þriðjudaginn 18. apríl næstkomandi mun Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins halda fjarfund til kynningar á skýrslu um rekstur kúabúa 2019-2021. Fundurinn verður haldinn klukkan 13.30 og verður á Teams. Fundurinn er opinn og hvetjum við alla sem áhuga hafa til að mæta.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn marsmánuð

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar við lok marsmánaðar, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggjast að hluta á skilum eins og þau voru nokkru fyrir hádegi þann 11. apríl en hvað varðar mjólkurframleiðsluhlutann, þá hafa þær verið uppfærðar og sá hluti miðaður við stöðuna eftir hádegi þann 12. apríl. Þegar niðurstöðurnar voru endurreiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 465 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 125 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.342,8 árskúa á fyrrnefndum búum var 6.344 kg. eða 6.366 kg. OLM
Lesa meira

Norðmenn fyrirmynd í ræktun holdanautgripa

Um miðjan mars skruppu tveir starfsmenn RML til Noregs að læra búfjárdóma og ómmælingar á holdanautgripum. Kristian Heggelund, ábyrgðarmaður ræktunar hjá TYR, var leiðbeinandi og Svein Eberhard Østmoe, formaður Angus félagsins og eigandi Høystad Angus lagði til ársgamla gripi til að dæma.
Lesa meira

Rekstur kúabúa 2019-2021

Út er komin skýrsla frá RML um rekstur og afkomuþróun kúabúa fyrir árin 2019-2021. Í apríl mun verða haldinn kynningarfundur á netinu um niðurstöður verkefnisins. Tímasetning á þeim fundi verður auglýst síðar - sjá nánar í frétt.
Lesa meira

Pokar fyrir sýni úr nautkálfum

RML hefur látið gera poka til þess að nota fyrir sýni úr nautkálfum sem koma til greina á Nautastöðina á Hesti. Pokarnir eru merktir þannig að skýrt sé að um forgangssýni er að ræða og með þessu vonumst við til að hægt verði að stytta ferilinn frá því að nautkálfur fæðist og þar til bóndi fær svar við hvort kaupa eigi kálfinn eða ekki. Ráðunautar RML eru þessa dagana að dreifa pokunum samhliða kúaskoðun en auk þess er hægt að fá þá á starfsstöðvum RML á Hvanneyri, Sauðárkróki, Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum febrúar

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar að liðnum febrúarmánuði, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggjast á skilum eins og þau voru um hádegisbilið þann 13. mars. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 468 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 125 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.201,2 árskúa á fyrrnefndum 468 búum var 6.345 kg
Lesa meira

Skýrsla um kyngreint sæði

Komin er út skýrsla um kyngreint sæði í íslenskri nautgriparækt sem var unnin af Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins en Þróunarsjóður nautgriparæktarinnar styrkti verkefnið. Höfundur skýrslunnar er Guðmundur Jóhannesson. Í skýrslunni er reynt að gera grein fyrir því hvað kyngreint sæði er, hvernig staðið er að framleiðslu þess og notkun og svo möguleikum og áskorunum við að innleiða það á Íslandi.
Lesa meira

Jarfi 16016 er besta nautið fætt 2016

Viðurkenning Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands, fyrir besta nautið í árgangi 2016, var veitt á Búgreinaþingi kúabænda í gær, fimmtudaginn 23. feb. 2023. Besta nautið í árgangi 2016 var valið Jarfi 16016 frá Helgavatni í Þverárhlíð í Borgarfirði. Ræktendur Jarfa 16016 eru Ágústa Ó. Gunnarsdóttir, Karitas Þ. Hreinsdóttir, Pétur og Vilhjálmur Diðrikssynir á Helgavatnsbúinu og tóku þau Karitas og Pétur við viðurkenningunni úr höndum Herdísar Mögnu Gunnarsdóttur, fráfarandi formanns Deildar kúabænda, og Sveinbjörns Eyjólfssonar, forstöðumanns Nautastöðvarinnar.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum janúar

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir hinn fyrsta mánuð nýhafins árs, janúar, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggjast á skilum eins og þau voru um hádegið þann 13. febrúar. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 471 búi en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 127 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.281,2 árskúa á fyrrnefndum 471 búi var 6.346 kg. eða 6.385 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina.
Lesa meira

Erfðamengisúrval: 77% kúabúa pantað DNA-merki

Sýnataka og greining vegna erfðamengisúrvals gengur vel þó tafir hafi orðið á afhendingu aðfanga/rekstrarvara til Matís. Við vinnum að því að bæta ferlana og ná þannig að stytta þann tíma sem tekur að fá niðurstöður frá því sýni er tekið. Nú hafa 378 bú pantað 22.104 DNA-merki. Þetta eru 77% af kúabúum landsins en það styttist í að eitt ár sé liðið frá því að DNA-merki stóðu til boða. Samkvæmt Huppu bíða nú 1.972 sýni greiningar en niðurstöður komnar fyrir samtals 17.169 gripi, þar af 4.738 frá því greiningar hófust hérlendis. Af þessum 4.738 sýnum eru 4.538 úr kvígum fæddum á árinu 2022.
Lesa meira