Nautgriparækt fréttir

Staða á geymslurými búfjáráburðar á kúabúum

Þessa dagana vinnur RML að verkefni sem snýr að því að fá yfirlit yfir stöðu geymslurýma og meðhöndlunar búfjáráburðar á kúabúum. Verkefnið er unnið fyrir stjórnvöld en það er einnig vilji búgreinarinnar að fá upplýsingar um hvort og þá hvaða tækifæri kunna að vera fólgin í bættri nýtingu búfjáráburðar og í því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá hauggeymslum.
Lesa meira

Sæðisdreifing úr Angus-nautunum Erpi og Eðli hafin

Dreifing er hafin á sæði úr Angus-nautunum Erpi-ET 20402 og Eðli-ET 20403 en þeir fæddust á einangurunarstöð NautÍs á Stóra-Ármóti í fyrra. Erpur-ET 20402 og Eðall-ET 20403 eru báðir undan Emil av Lillebakken NO74028. Móðurfaðir Erps er Junior av Nordstu NO74060 sem var undan ástralska Angus-nautinu AUHKFE27 Paringa Ore E27 en móðurfaðir Eðals er Lord Rossiter av Høystad NO62302 sem var undan þýska Angus-nautinu Donaumoos King Rossiter C182-ET DE0985921182. Upplýsingar um þessi naut eru komnar á nautaskra.net auk þess sem þær birtust í Bændablaðinu fyrr í sumar.
Lesa meira

Skýrsla um afkomu nautakjötsframleiðenda 2017-2019

Komin er út skýrsla um rekstur og afkomu í nautaeldi fyrir árin 2017-2019. Sumarið 2020 vaknaði sú hugmynd að rýna í afkomu nautakjötsframleiðenda enda hafði þá afurðaverð til þeirra lækkað og biðlistar í slátrun voru farnir að myndast. Þá var þegar í gangi verkefni sem tengdist rekstri á kúabúum auk verkefnis tengt afkomuvöktun á sauðfjárbúum og því eðlilegt og nauðsynlegt að skoða einnig stöðu nautakjötsframleiðenda.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum júní

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar frá því í nýliðnum júní, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöður skýrslnanna byggjast á skilum eins og þau voru undir hádegi þ. 13. júlí. Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 489 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 119 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.044,1 árskýr á fyrrnefndum 489 búum var 6.354 kg eða 6.330 kg OLM
Lesa meira

Átta ný reynd naut í notkun

Fagráð í nautgriparækt fundaði nú í morgun og ákvað að setja átta ný naut í notkun sem reynd naut. Þetta eru Álmur 16007 frá Svertingsstöðum 2 í Eyjafirði undan Kletti 08030 og Lenu 522 Glæðisdóttur 02001, Skírnir 16018 frá Miðfelli 5 í Hrunamannahreppi undan Gusti 09003 og Mánu 384 Síríusdóttur 02032, Róður 16019 frá Stóra-Dunhaga í Hörgársveit undan Keip 07054 og Þrumu 451 Lykilsdóttur 02003, Dalur 16025 frá Dalbæ í Flóa undan Bamba 08049 og Aðalbjörgu 510 Aðalsdóttur 02039,
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum maí

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum maí, eru nú sýnilegar á vef okkar. Niðurstöður skýrslnanna byggjast á skilum eins og þau voru að morgni þ. 14. júní. Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 503 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 116 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu.
Lesa meira

Fræðsluefni fyrir holdagripabændur

Undanfarinn misseri hefur RML unnið fræðsluefni fyrir holdagripabændur. Í fræðsluheftinu má meðal annars finna efni um beitarskipulag, fráfærur, val á ásetningsgripum og fengitíð. Vegna Covid takmarkana hefur ekki verið mögulegt að halda kynningafund eins og áætlað var. Skipulagðir fundir munu væntanlega fara fram í haust. Verkefnið var styrkt af fagfé nautgriparæktarinnar.
Lesa meira

Þróun skyldleikaræktar í íslenska kúastofninum

Nýverið birtist grein eftir Egil Gautason, Önnu Schöherz og Bernt Guldbrandsen í tímaritinu Animal Science þar sem gerð er grein fyrir rannsókn á skyldleikarækt og þróun hennar í íslenska kúastofninum. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta sögulega skyldleikarækt, og þróun í skyldleikarækt á síðari árum. Í rannsókninni var notast við yfir 8000 arfgerðir af íslenskum kúm til að meta sögulega skyldleikarækt og þróun í skyldleikarækt. Að auki voru samsætutengsl í erfðamenginu metin og kannað var hvort ummerki fyndust um úrval í erfðamenginu.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum apríl

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum apríl, eru nú sýnilegar á vef okkar. Niðurstöður skýrslnanna byggjast á skilum eins og þau voru að morgni þ. 11. maí. Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 495 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 115 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.217,5 árskúa á fyrrnefndum 495 búum var 6.364 kg eða 6.326 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk)
Lesa meira

Afkvæmadómur nauta f. 2015

Við vekjum athygli á að yfirlit um afkvæmadóma nauta sem fædd voru árið 2015 er komið hérna á vefinn hjá okkur. Um er að ræða hefðbundið yfirlit þar sem sjá má hver útkoman varð á þeim nautum sem komu til afkvæmadóms. Meðal þess sem þarna er að finna er lýsing á dætrahópunum, yfirlit um útlitseinkenni, efnahlutföll, frumutölu, mjaltaathugun, gæðaröð og förgun ásamt kynbótaeinkunnum á þeim tímapunkti er afkvæmadómi lauk.
Lesa meira