Nautgriparækt fréttir

Fyrsta nautkálfahollið valið á grunni erfðamats

Í þessari viku voru teknir inn á Nautastöðina á Hesti sex nautkálfar, þeir fyrstu sem alfarið eru valdir á grunni erfðamats. Þessi sex kálfar voru valdir úr hópi 30 kálfa sem voru arfgreindir og reiknað erfðamat fyrir áður en endanlegt val fór fram. Um er að ræða hóp sem miklar væntingar eru gerðar til enda erfðamatið hátt, frá 112 upp í 117. Þær tölur geta og eiga eftir að breytast en gangi allt eftir er ljóst að þessir kálfar verða allir úrvalsgóð kynbótanaut nái þeir að gefa nothæft sæði sem aldrei er ljóst fyrr en til á að taka.
Lesa meira

Ársuppgjör skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir árið 2022

Niðurstöður skýrsluhaldsársins í nautgriparæktinni 2022 hafa verið reiknaðar og birtar á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, www.rml.is. Hér verður farið yfir helstu tölur úr uppgjörinu og byrjum við yfirferðina í mjólkurframleiðslunni. Niðurstöður skýrsluhaldsársins í nautgriparæktinni 2022 hafa verið reiknaðar og birtar á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, www.rml.is.
Lesa meira

Á slóðum Hróa Hattar (seinni hluti)

Í nóvember síðastliðnum sóttu sex ráðunautar RML sauðfjárræktarráðstefnu í Bretlandi. Ráðstefnan nefnist Sheep Breeders Round Table eða hringborð sauðfjárræktenda og koma þar saman ráðunautar, dýralæknar, vísindafólk og sauðfjárbændur og fara yfir þau mál sem eru efst á baugi hverju sinni.
Lesa meira

Ný naut að koma í notkun

Fagráð í nautgriparækt fundaði í gær og ákvað að taka fimm ný naut til notkunar en úr notkun fara 10 naut. Þannig verða naut í notkun samtals 17 næstu vikurnar. Ný naut í notkun verða Kollur 18039 frá Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum (f. Skalli 11023), Bússi 19066 frá Búvöllum í Aðaldal (f. Steri 13057), Bersi 20004 frá Birtingaholti 1 í Hrunamannahreppi (f. Hálfmáni 13022), Hengill 20014 frá Klauf í Eyjafirði (f. Ýmir 13051) og Kaldi 21020 frá Hraunhálsi í Helgafellssveit (f. Risi 15014). Áfram er unnið samkvæmt þeirri reglu að dreifa faðerni nautanna eins og kostur er.
Lesa meira

Bleik 995 á Gautsstöðum rýfur 100 þús. kg múrinn

Það er skammt stórra högga á milli þessa dagana. Nú hafa þau tíðindi orðið að önnur kýr náði að rjúfa 100 þús. kg múrinn og er þar með ein fárra íslenskra kúa til að gera slíkt. Hér er um að ræða Bleik 995 á búi Péturs Friðrikssonar á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd við Eyjafjörð en hún hafði nú um áramótin mjólkað 100.097 kg mjólkur. Við mælingu 31. desember s.l. var Bleik í 19,9 kg dagsnyt þannig að hún hefur að öllum líkindum mjólkað sínu 100 þúsundasta kg mjólkur á þriðja í jólum eða þar um bil.
Lesa meira

Gullbrá 357 á Hóli á Upsaströnd komin yfir 100 þús. kg mjólkur

Við áramót setjast menn gjarnan niður, líta yfir farinn veg og vega og meta árangur og annað sem gerst hefur á árinu. Nú á haustdögum gerðist það að ein íslensk mjólkurkýr bættist í hóp þeirra fáu hérlendu kúa sem náð hafa 100 þús. kg mjólkur í æviafurðir. Á það er ekki dregin nein dul að þetta er gríðarmikið afrek hjá kú af nautgripakyni þar sem meðalnyt er rúmlega 6.000 kg á ári en það tæki meðalkúna um 16 ár að ná slíkum afurðum. Hér er um að ræða Gullbrá 357 á búi Þorleifs Kristins Karlssonar á Hóli á Upsaströnd en hún stóð um mánaðamótin nóv./des. 2022 í 101.841 kg mjólkur.
Lesa meira

Rekstrarverkefni kúabúa

Um þessar mundir eru þátttakendur í verkefninu „Rekstur kúabúa 2019-2021“ að fá niðurstöður úr greiningu á búrekstri sínum fyrir umrædd ár. Þátttaka hefur aukist ár frá ári og eru nú 154 kúabú í verkefninu. Heildarmjólkurframleiðsla þessara búa var 38,4% af landsframleiðslu ársins 2021. Verkefnið hefur þróast talsvert frá því að það hófst árið 2020 en þá voru 90 kúabú sem tóku þátt.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum nóvember

Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 477 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 126 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.424,2 árskúa á búunum 477 var 6.327 kg. eða 6.416 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á fyrrgreindum 477 búum var 51,2.
Lesa meira

Nautaskrá vetrarins 2022-23 að koma út

Nautaskrá fyrir veturinn 2022-23 mun koma úr prentun nú á næstu dögum og verður dreift til kúabænda í kjölfarið. Skráin er á hefðbundnu formi, litprentuð í A4-broti og inniheldur upplýsingar um öll naut í notkun ásamt ítarefni og faglegum greinum. Þar er um að ræða greinar frá eftir Þórdísi Þórarinsdóttur hjá RML, um endurbætta heildareinkunn fyrir spena og nýtt og endurbætt kynbótamat fyrir endingu. Þá er einnig að finna í skránni greinar um upphaf erfðamengisúrvals í íslenska kúastofninum eftir Guðmund Jóhannesson og Þórdísi Þórarinsdóttur hjá RML, hvatningargrein frá Frjótæknafélaginu, lokakafla skýrslu um leiðir til hagræðingar varðandi fóðurkostnað kúabænda eftir ráðunauta RML og bréf frá bændum efir þau Laufeyju og Þröst á Stakkhamri á Snæfellsnesi.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum október

Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 484 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 125 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.653,0 árskúa á búunum 484 var 6.300 kg. eða 6.457 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina.
Lesa meira