Kynbótasýningar - Minnum á síðasta skráningardag 29. maí

Lokaskráningardagur er næstkomandi föstudag 29. maí á sýningar sem verða í annarri og þriðju viku júní. Í töflunni hér neðar má sjá um hvaða sýningar er að ræða. Þegar er orðið fullt á allar vorsýningar á Gaddstaðaflötum við Hellu, seinni vikuna á Sörlastöðum og seinni vikuna á Hólum í Hjaltadal.

Skráning og greiðsla fer fram í gegnum heimasíðu RML www.rml.is en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Leiðbeiningar um skráningarkerfið er að finna hér á heimasíðunni. 

Í ljósi óvenjulegs ástands munum við bregðast við og fækka dögum á sýningum ef skráningar eru færri en búist er við og sameina sýningar ef þess gerist þörf. Sýning verður ekki haldin nema lágmarksfjöldi skráninga náist sem eru 30 hross.

Nánari upplýsingar um reglur og annað sem viðkemur kynbótasýningum má finna á heimasíðunni www.rml.is eða hringja í síma 516-5000 hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið hross@rml.is.

Sjá nánar
Upplýsingar um skráningar
Sýningargjöld
Skilyrði sem hross þurfa að uppfylla
Leiðbeiningar um rafræna skráningu á kynbótasýningu 
Skrá á kynbótasýningu

hes/okg