Hrossarækt fréttir

Upptökur og streymi af kynbótasýningum RML

Undirritaður hefur verið samstarfssamningur á milli Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) og ALENDIS um streymi og upptökur frá kynbótasýningum sumarið 2022 og möguleika á framlengingu fyrir sumarið 2023. Allar kynbótasýningar vor/sumar 2022 verða því aðgengilegar í vefsíðu/appi Alendis. RML mun fá afhentar niðurklipptar sýningar.
Lesa meira

Uppfært kynbótamat í WorldFeng

Kynbótamat hrossa (BLUP) er eitt af þeim verkfærum sem hrossaræktendur hafa aðgang að við val á hrossum til undaneldis. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta verkfæri sem dregur saman allar tiltækar tölulegar upplýsingar frá kynbótadómum allra hrossa í stofninum í heildarniðurstöðu um gildi hrossa til framræktunar. Gildið ræðst af röðun hrossa út frá því hversu mikils er að vænta að þau geti lagt af mörkum í ræktunarstarfinu.
Lesa meira

Örmerkingar - munið að skila inn fyrir 1. mars

Rétt er að minna á að fyrir 10 mánaða aldur eiga öll folöld að vera grunnskráð og einstaklingsmerkt. Þeir sem enn eiga ómerkt folöld ættu að huga að því að láta merkja þau við fyrsta tækifæri. Ekki er innheimt gjald fyrir grunnskráningu á folöldum til 1. mars en eftir þann tíma kostar grunnskráningin 2.500 kr. Pappírar varðandi einstaklingsmerkingar á folöldum þurfa því að berast fyrir 1. mars nk. á skrifstofur RML. Merkingaraðilar ættu því að kanna hvort enn leynast blöð í örmerkjabókunum sem eftir er að skila inn til skráningar.
Lesa meira

Þjónustukönnun RML á Bændatorgi

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins leggur mikinn metnað í að veita bændum um allt land góða þjónustu og við leitum stöðugt leiða til að bæta ráðgjöf okkar enn frekar. Því hvetjum við bændur til að taka þátt í þjónustukönnun okkar sem er aðgengileg inni á Bændatorginu undir fréttum. Könnunin er stutt og ætti ekki að taka nema 3 til 4 mínútur að svara henni og niðurstöður er ekki hægt að rekja til einstakra svarenda. Það er okkur mjög mikils virði að fá sem flest svör til þess að við getum haldið áfram að efla og bæta ráðgjöf og þjónustu við bændur.
Lesa meira

Kynbótasýningar 2022 - sýningaráætlun

Sýningaráætlun fyrir kynbótasýningar árið 2022 hefur verið birt á heimasíður RML. Áætlunin er birt með fyrirvara um breytingar sem alltaf geta orðið. Við horfum bjartsýn fram á veginn og reiknum með góðri þátttöku og vonum að sýningarvikurnar nýtist sem best. Það er nokkuð ljóst að mikil eftirvænting ríkir meðal hestamanna fyrir landsmóti á Gaddstaðaflötum dagana 3. til 10. júlí. Opnað verður á skráningar um mánaðamótin apríl/maí en það verður kynnt frekar þegar nær dregur.
Lesa meira

Metár í útflutningi hrossa árið 2021

Árið 2021 voru flutt út alls 3341 hross.  Metár frá því 1996 var slegið en þá fóru alls 2841 hross í útflutning.   Af þessum 3341 hrossum eru 361 stóðhestar, 1426 geldingur og 1554 hryssur.  845 hross fóru í útflutning með A-vottun.  A-vottun fær hross þegar bæði hrossið og foreldrar þess eru erfðagreind með DNA greiningu og sönnun um ætterni liggur því fyrir.
Lesa meira

Mælingar hrossa - Myndband

Öll hross sem koma til kynbótadóms eru mæld í aðdraganda byggingardóms, alls 13 mælingar með hófamálum, auk þess sem litið er eftir almennu heilbrigði og holdafar kvarðað. Mælingarnar geta undirbyggt og stutt dómsorð og einkunnir fyrir einstaka þætti byggingar auk þess sem staðlaðar mælingar ár frá ári eru mikilvægar heimildir um þróun í stofninum og dýrmæt gögn til rannsókna- og þróunarstarfs.
Lesa meira

Íslensk hestanöfn, nafnareglur og WorldFengur

Undanfarið hefur verið töluverð umfjöllun um störf starfshóps um hestanöfn á íslenskum fréttamiðlum og einstakar ákvarðanir hans. Til að gefa hestamönnum meiri innsýn inn í störf nafnahópsins og þýðingu fyrir markaðsetningu íslenska hestsins langar okkur að koma eftirfarandi á framfæri.
Lesa meira

Umsóknir í Stofnverndarsjóð

Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 1123/2015 um sama efni. Verkefni sjóðsins eru að veita styrki til þróunar- og rannsóknaverkefna í hrossarækt. Verkefnin skulu stuðla að viðhaldi verðmætra eiginleika í íslenska hrossastofninum, verndun erfðafjölbreytileika stofnsins og/eða auka þekkingu á stofninum og útbreiðslu hans. Fagráð í hrossarækt auglýsir eftir umsóknum ár hvert og tekur ákvörðun um styrkveitingar.
Lesa meira

Hryssur og hestar með verðlaun fyrir afkvæmi 2021

Alls hlutu 8 hryssur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á árinu en til að hljóta verðlaunin þarf hryssan að eiga að lágmarki fimm dæmd afkvæmi og vera með 116 stig í kynbótamati fyrir aðaleinkunn eða aðaleinkunn án skeiðs.    Hérna fyrir neðan er listi yfir þær hryssur sem náðu þessum merka áfanga á árinu, kynbótamat fyrir aðaleinkunn og aðaleinkunn án skeiðs. Röðun hryssna er eftir kynbótamati aðaleinkunnar, nokkrar hryssur eru jafnar að stigum en röðun þeirra fer þá eftir aukastöfum kynbótamatsins.
Lesa meira