Hrossarækt fréttir

Fjórðungsmót Vesturlands í Borgarnesi - Dagskrá kynbótahrossa

Fjórðungsmót Vesturlands verður haldið í Borgarnesi dagana 7.-11.júlí. Mótið hefst með reiðdómi á fjögurra vetra hryssum kl 10:00 þann 7. júlí. Kynbótahrossin sem eru skráð til leiks eru 62.
Lesa meira

Miðsumarssýningar -Minnum á síðasta skráningardag 2. júlí.

Lokaskráningardagur er næstkomandi föstudag 2. júlí á miðsumarssýningar. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum heimasíðu RML en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Leiðbeiningar um skráningarkerfið er einnig að finna á heimasíðu RML. Sýning verður ekki haldin nema lágmarksfjöldi skráninga náist sem eru 30 hross. Gerð er undantekning á þessu fyrir sýninguna á Stekkhólma á Fljótsdalshéraði en þar verða að nást 15 skráningar svo sýning verði haldin.
Lesa meira

Fjórðungsmót Vesturlands í Borgarnesi

Nú styttist í að Fjórðungsmót Vesturlands í Borgarnesi hefjist og hefur undirbúningur á kynbótahrossum gengið vel. Vel var mætt á kynbótasýningar vorsins og komu mörg frábær hross til dóms. Alls hafa 68 hross staðfest komu sína á Fjórðungsmót og verður gaman að fylgjast með þeim.
Lesa meira

Fjórðungsmót Vesturlands og Landssýning kynbótahrossa 2021

Fjórðungsmót Vesturlands og Landssýning kynbótahrossa verður haldið dagana 7.-11.júlí í Borgarnesi. Sýningarskrá fyrir fjórðungsmót og landssýningu er hér að neðan.
Lesa meira

Hollaröðun á yfirlitssýningu á Sörlastöðum 18. júní

Yfirlitssýning annarrar dómaviku á Sörlastöðum fer fram föstudaginn 18. júní og hefst kl. 8:00 Hefðbundin röð flokka og áætluð lok um kl. 16:30.
Lesa meira

Hollaröðun á yfirlitssýningu á Gaddstaðaflötum 18. júní

Yfirlitssýning þriðju dómaviku á Gaddstaðaflötum fer fram föstudaginn 18. júní og hefst kl. 8:00 Vegna þátttöku knapa í Reykjavíkurmeistaramóti er yfirlitið að þessu sinni ekki samkvæmt hefðbundinni aldursflokkaröð. Áætluð lok eru um kl. 14:00
Lesa meira

Hollaröðun á yfirlitssýningu á Hólum 18. júní

Yfirlitssýningin byrjar stundvíslega kl. 8:00 Alls mættu 104 hross til dóms, 94 hross mættu í fullnaðardóm og margar frábærar sýningar. Áætlað er að yfirliti ljúki milli kl. 16-17.
Lesa meira

Kynbótasýning á Fjórðungsmóti Vesturlands

Fjórðungsmót á Vesturlandi verður haldið í ár í Borgarnesi, dagana 7. júlí – 11. júlí. Hross sem eru í eigu aðila á Vesturlandi, Vestfjörðum, Húnavatnssýslum eða Skagafirði eiga þáttökurétt á kynbótasýningu á mótinu og er miðað við að lágmarki 25% eignarhlut.
Lesa meira

Hollaröð á yfirliti á Sörlastöðum 11.júní

Hér má sjá hollaröðun á yfirliti á Sörlastöðum föstudaginn 11.júní Sýningin hefst stundvíslega kl. 8:00
Lesa meira

Hollaröð á yfirliti á Hellu 11.júní

Yfirlitssýning annarrar dómaviku á Gaddstaðaflötum fer fram föstudaginn 11. júní og hefst kl. 8:00. Áætluð lok um kl. 17:00. Hollaröð má nálgast hér.
Lesa meira