Hrossarækt fréttir

Síðsumaryfirlit á Hellu 19. ágúst

Yfirlit síðsumarssýningar á Gaddstaðaflötum fer fram föstudaginn 19. ágúst og hefst kl. 08:00. Áætluð lok um kl. 15-15:20.
Lesa meira

Sýningarhald á Hellu miðvikudaginn 17.8 fellur niður annað sýningarhald óbreytt - Gul veðurviðvörun

Vegna gulrar veðurviðvörunar munum við fresta sýningu á Gaddstaðaflögum við Hellu, miðvikudaginn 17.ágúst og öll þau hross sem eiga tíma þá færast þá yfir á mánudaginn 22. ágúst.  Að öðru leyti mun sýningin halda áfram samkvæmt áætlun á fimmtudaginn 18.ágúst og þau hross sem skráð eru á fimmtudaginn verða sýnd á fimmtudaginn. Yfirlitssýning verður á föstudaginn eins og áætlað var fyrir hross sem koma til dóms í þessari viku.  Hrossin sem áttu sýningartíma á morgun miðvikudag 17.ágúst munu fá sýningartíma á mánudaginn 22.ágúst og yfirlitssýning verður fyrir þau hross þriðjudaginn 23.ágúst. https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/sudurland
Lesa meira

Síðsumarssýning á Fljótsdalshéraði - Röðun hrossa

Síðsumarssýning á Fljótsdalshéraði fer fram dagana 22. til 23. ágúst. Dómar hefjast stundvíslega mánudaginn 22. ágúst kl. 8:00. Alls eru 17 hross skráð á sýninguna. Sýningunni lýkur með yfirlitssýningu á þriðjudeginum 23. ágúst. Sýnendur eru beðnir um að mæta tímalega þar sem öll hross verða mæld af dómurum áður en dómar hefjast.
Lesa meira

Síðsumarssýning á Gaddstaðaflötum - Röðun hrossa

Síðsumarssýning á Gaddstaðaflötum fer fram dagana 15. til 19. ágúst. Dómar hefjast stundvíslega mánudaginn 15. ágúst kl. 8:00. Alls eru 125 hross skráð á sýninguna. Sýningunni lýkur með yfirlitssýningu á föstudeginum 19. ágúst. Við viljum biðja sýnendur að mæta tímalega svo hægt verði að halda tímasetningar sem best.
Lesa meira

Síðsumarssýning Fljótsdalshéraði 22 og 23. ágúst

Til að verða við óskum Austfirðinga hefur verið ákveðið að bjóða upp á sýningu á Fljótsdalshéraði þann 22. ágúst sem lýkur með yfirlitssýningu 23. ágúst. Til að sýning verði haldin verða að nást að lágmarki 15 skráningar. Skráning er þegar hafin og er lokaskráningardagur föstudagurinn 12. ágúst.
Lesa meira

Síðsumarssýningar - Síðasti skráningardagur 5. ágúst.

Síðasti skráningardagur á síðsumarssumarssýningar er næstkomandi föstudagur 5. ágúst. Í töflunni hér fyrir neðan má sjá hvaða sýningar eru í boði. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum heimasíðu RML www.rml.is en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Nánari leiðbeiningar varðandi skráningar er að finna hér á heimasíðunni.
Lesa meira

Skráningar á síðsumarssýningar

Opnað verður á skráningar á síðsumarssýningar föstudaginn 15. júlí. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum heimasíðu RML en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Nánari leiðbeiningar varðandi skráningar er að finna hér á heimasíðunni.
Lesa meira

Miðsumarssýningar - Síðasti skráningardagur 13. júlí

Síðasti skráningardagur á miðsumarssýningar er næstkomandi miðvikudagur 13. júlí. Í töflunni hér að neðan má sjá hvaða sýningar eru í boði. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum heimasíðu RML en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Nánari leiðbeiningar varðandi skráningar er að finna hér á heimasíðunni.
Lesa meira

Niðurstöður kynbótamats hrossa að loknum vorsýningum á Íslandi 2022

Eins og hefðbundið er á landsmótsári hefur kynbótamat verið uppreiknað að loknum vorsýningum á Íslandi. Ástæðan er valkvæð afkvæmasýning stóðhesta sem náð hafa lágmörkum til verðlauna fyrir afkvæmi. Lágmörkin eru eftirfarandi: Stóðhestar sem ná 118 stigum í kynbótamati aðaleinkunnar eða aðaleinkunnar án skeiðs og a.m.k. 15 fullnaðardæmd afkvæmi hljóta 1. verðlaun fyrir afkvæmi og stóðhestar með sömu lágmörk kynbótamats og a.m.k. 50 fullnaðardæmd afkvæmi hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi.
Lesa meira

Skráningar á miðsumarssýningar

Opnað verður á skráningar á miðsumarssýningar mánudaginn 20. júní kl. 10:00. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum heimasíðu RML en hér á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Nánari leiðbeiningar varðandi skráningar er að finna hér á heimasíðunni.
Lesa meira