Hrossarækt fréttir

Hollaröð á kynbótasýningu á Gaddstaðaflötum 30. maí til 4. júní

Hollaröð fyrir kynbótasýninguna á Gaddstaðaflötum vikuna 30. maí til 4. júní hefur verið birt hér á síðunni. Dómar hefjast stundvíslega mánudaginn 30. maí kl. 8:00. Alls eru 156 hross skráð á sýninguna. Sýningunni líkur með yfirlitssýningu laugardaginn 4. júní. Við viljum biðja knapa að mæta tímanlega svo hægt verið að halda tímasetningar sem best.
Lesa meira

Vorsýningar kynbótahrossa - síðasti skráningardagur er í dag

Lokað verður fyrir skráningar á allar sýningar vorsins á miðnætti í kvöld. Skráning og greiðsla fer fram hér í gegnum heimasíðu okkar. Einnig er að finna hér á síðunni leiðbeiningar um skráningarkerfið ásamt ýmsu öðru er við kemur hrossarækt, m.a. Vegvísi við kynbótadóma 2022. Sýning verður ekki haldin nema lágmarksfjöldi skráninga náist sem eru 30 hross. Í töflunni hér að neðan má sjá á hvaða sýningum eru enn laus pláss þegar þetta er ritað.
Lesa meira

Hollaröð á kynbótasýningu á Gaddstaðaflötum 23. - 25. maí

Hollaröð fyrir fyrstu kynbótasýningu vorsins hefur verið birt hér á síðunni. Dómar hefjast stundvíslega mánudaginn 23. maí kl. 9:00 á Gaddstaðaflötum. Alls eru 35 hross skráð á sýninguna. Sýningunni lýkur með yfirlitssýningu á miðvikudagsmorgun 25. maí. Við viljum biðja sýnendur að mæta tímanlega svo hægt verði að halda tímasetningar sem best. Að lokum er rétt að minna á að lokaskráningadagur á allar sýningar vorsins er næstkomandi föstudagur 20. maí.
Lesa meira

Kynbótasýningar - skráningar og staða mála

Skráningar á kynbótasýningar gengu vel í dag. Þegar þetta er skrifað er búið að skrá rúmlegar 1.000 hross á þær 12 sýningar sem eru í boði. Fjórar sýningar eru þegar fullar en það eru þessar sýningarnar:
Lesa meira

Skráningar á kynbótasýningar - nýjustu fréttir

Opnað verður fyrir skráningar miðvikudaginn 11.maí kl:10:00 Unnið hefur verið hörðum höndum að því að koma skráningarkerfinu í lag. Rétt fyrir hádegi í dag voru keyrðar inn pantanir sem ekki höfðu skilað sér inn í kerfið vegna bilunar. Kerfið verður prufukeyrt í dag og á morgun til að koma í veg fyrir að viðskiptavinir lendi aftur í vandræðum með skráningar. Í viðleitni til að koma til móts við eigendur og knapa hrossa sem hafa hug á að mæta til dóms á þær sýningar sem þegar eru fullar, hefur sýningardögum á völdum sýningum verið fjölgað.
Lesa meira

Vegna bilunar í skráningarkerfi fyrir kynbótasýningar – enn er unnið að viðgerð

Áætlað er að opna fyrir skráningar þriðjudaginn 10. maí en einnig er verið að kanna möguleika á að stækka þær sýningar sem ljóst er að aðsókn verður mikil í. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur valdið viðskiptavinum okkar. Nánari upplýsingar verða birtar á heimasíðu okkar á mánudagsmorgun.
Lesa meira

Myndband sem sýnir kröfur til hæstu einkunna

Kynbótadómaranefnd FEIF hefur gefið út myndband sem sýnir hvaða kröfur eru gerðar til hæstu einkunna mismunandi eiginleika sem sýndir eru í kynbótadómi. Tilgangur myndbandsins er að skýra út hvað farið er fram á fyrir hæstu einkunni í kynbótadómi.
Lesa meira

Bilun í skráningarkerfi fyrir kynbótasýningar - unnið að viðgerð

Búið er að loka fyrir allar skráningar á kynbótasýningar vegna bilunar í pöntunarkerfi. Unnið er að viðgerð. Kerfinu hefur verið lokað og við getum í fyrsta lagi opnað það mánudaginn 9. maí n.k. Við biðjum fólk að sýna biðlund og RML biðst innilegrar afsökunar á þessum tæknilegu vandamálum. Frekari upplýsinga er að vænta á morgun, föstudag 6. maí.
Lesa meira

Opnað verður á skráningar á kynbótasýningar vorsins 3. maí.

Opnað verður á skráningar á kynbótasýningar þriðjudaginn 3. maí kl. 10:00. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum heimasíðu RML en hér á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Nánari leiðbeiningar varðandi skráningar er að finna á heimasíðu RML.
Lesa meira

Skýrsluhald - hrossarækt

Rétt er að minna á að nýtt skýrsluhaldsár í hrossarækt hefst 1. apríl ár hvert í WorldFeng. Eftir þann tíma er ekki hægt að skrá það sem tilheyrir síðastliðnu ári inni í heimaréttinni. Ræktendur er hvattir til að skoða heimaréttina sína og athuga hvort allt sé frágengið fyrir árið 2021. Er búið að skrá folöldin, fang, geldingar og afdrif?
Lesa meira