Hrossarækt fréttir

Bæst hefur í hóp örmerkingamanna

Eins og allir vita þá var námskeiðahald vandkvæðum bundið á meðan á Covid stóð. Námskeið í örmerkingum höfðu því legið niðri frá haustinu 2020. Nú hefur hins vegar verið bætt úr því og á síðustu vikum hafa verið haldin sex námskeið. Bóklegi hluti námskeiðanna fór fram á fjórum stöðum, Hvolsvelli þar sem haldin voru tvö námskeið annað í nóvember en hitt í janúar. Tvö námskeið voru á Blönduósi bæði í janúar, eitt á Hvanneyri í janúar og það síðasta var á Egilsstöðum 1. febrúar.
Lesa meira

Námskeið fyrir nýja kynbótadómara

Námskeið fyrir nýja kynbótadómara verður haldið á vegum FEIF í mars. Af því tilefni auglýsum við eftir áhugasömum einstaklingum. Þær kröfur sem gerðar eru til menntunar eru BS-gráða í búvísindum, hestafræði eða dýralækningum, reynsla af þjálfun hrossa og að umsækjendur hafi lokið áfanga í kynbótadómum. Áhugasamir hafi samband við Elsu Albertsdóttur (elsa@rml.is) fyrir 7. febrúar nk.
Lesa meira

Skýrsluhald - heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til Matvælaráðuneytisins er gott að huga að hvað er ógert varðandi skráningar í WorldFeng. Þegar þetta er ritað er búið að grunnskrá 3.299 folöld. Fjöldi fæddra folalda sem skráð hafa verið í WF síðustu ár hefur verið rétt innan við 6.000, þannig að talsvert á eftir að bætast við.
Lesa meira

Örmerkinganámskeið í janúar 2023

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins áformar að halda örmerkinganámskeið í janúar 2023. Að námskeiði loknu geta þátttakendur sótt um leyfi til örmerkinga hrossa hjá Matvælastofnun, á grundvelli laga um velferð dýra. Námskeiðin verða haldin á þremur stöðum, verði þátttaka næg.
Lesa meira

Umsóknir í Stofnverndarsjóð

Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 1123/2015 um sama efni.
Lesa meira

Fimmtán bú tilnefnd sem ræktunarbú ársins 2022

Fagráð í hrossarækt hefur valið þau hrossaræktarbú sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, ræktunarbú ársins. Valið stóð á milli 36 búa sem náð höfðu athyglisverðum árangri á árinu. Tilnefnd eru 12 efstu bú ársins að loknum útreikningi, í ár voru þrjú bú jöfn í tólfta sæti og eru búin því 14 í ár.
Lesa meira

Skráning á stóðhestaskýrslum og fangvottorðum

Nú eru væntanlega flestir stóðhestar komnir í frí og hryssurnar komnar til síns heima. Það er því rétti tíminn núna að ganga frá skráningum á fangi. Skráning á fangi er eitt af því sem þarf að vera skráð í WF til að hryssueigendur geti skráð folöldin sem fæðast á næsta ári. Eins og þegar hefur verið kynnt, er í dag innheimt fyrir allar grunnskráningar hrossa (sjá verðskrá RML).
Lesa meira

Hollaröð á yfirliti á Hellu 23. ágúst

Yfirlit síðsumarauka á Gaddstaðaflötum fer fram þriðjudaginn 23. ágúst og hefst kl. 09:00. Áætluð lok um kl. 11:00.
Lesa meira

Yfirlit á Stekkhólma 23. ágúst

Yfirlitssýning á Stekkhólma hefst kl 9 þriðjudaginn 23. ágúst. Alls hlutu 10 hross hæfileikadóm.
Lesa meira

Síðsumaryfirlit á Hellu 19. ágúst

Yfirlit síðsumarssýningar á Gaddstaðaflötum fer fram föstudaginn 19. ágúst og hefst kl. 08:00. Áætluð lok um kl. 15-15:20.
Lesa meira