Af kynbótasýningum, molar frá árinu 2023
29.01.2024
|
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins annast framkvæmd kynbótasýninga hrossa á Íslandi í umboði Bændasamtaka Íslands. Kynbótadómar eru fyrst og síðast stöðluð gagnasöfnun um eiginleika sem taldir eru verðmætir í ræktun hrossa. Eiginleikarnir eru ýmist metnir og stigaðir samkvæmt dómsskala og/eða mældir beinni mælingu. Dómskerfið og þau gögn sem aflað er hafa tekið hægum en öruggum breytingum og þróun á undangengnum áratugum, í takt við nýja þekkingu og breyttar áherslur.
Lesa meira