Kynbótasýning í tengslum við Fjórðungsmót á Fljótsdalshéraði
07.06.2023
|
Austfirðingar hafa í samráði við RML ákveðið að bjóða upp á hefðbundna kynbótasýningu í tengslum við Fjórðungsmótið á Stekkhólma 6. til 9. júlí. Reiknað er með að dómar verði 5. og 6. júlí og yfirlitssýning föstudeginum 7. júlí. Opnað var á skráningar á sýninguna í dag 7. júní og verður opið fyrir skráningar til miðnættis sunnudaginn 25. júní. Það verða því engar fjöldatakmarkanir eða einkunnalágmörk eins og venja er á Fjórðungsmótum. Þessi kynbótasýning er öllum opin hvar svo sem eigendur eru búsettir á landinu.
Lesa meira