Hrossarækt fréttir

Hlé á miðsumarssýningu á Hellu vegna Covid smita

Vegna gruns um að smit hafi komið upp hjá starfsmönnum RML sem voru að vinna á kynbótasýningum á Gaddastaðaflötum í síðustu viku og einnig hjá knöpum, verður þriðja holl ekki haldið í dag 27. júlí og ekki fyrsta holl á morgun 28 júlí. Ákvörðun verður tekin á morgun eftir að starfsfólk hefur farið í sýnatöku og fengið niðurstöður, um hvert framhaldið verður með þessa sýningu.
Lesa meira

Yfirlitssýning á Gaddstaðaflötum föstudag 23. júlí - Hollaröðun

Yfirlitssýning fer fram á Gaddstaðaflötum föstudaginn 23. júlí og hefst kl. 8:00 Alls mættu 123 hross til dóms og 111 hross mæta á yfirlitssýninguna. Áætluð lok eru um kl. 17:20 Hollaröðun á yfirlit má finna hér í tenglinum að neðan
Lesa meira

Yfirlitssýning á Hólum 22. júli - Hollaröðun á miðsumarssýningu

Yfirlitssýning fer fram á Hólum í Hjaltadal fimmtudaginn 22. júlí og hefst kl. 9:00 Alls mættu 44 hross til dóms og 37 hross mæta á yfirlitssýninguna. Áætluð lok eru um kl. 12:00 Hollaröðun á yfirlit má finna hér í tenglinum að neðan.
Lesa meira

Hollaröðun miðsumarssýningar Hellu seinni vika

Þá er hollaröðun fyrir miðsumarssýningu Hellu seinni vikuna þetta sumarið klár og mun sýningin hefjast sunnudaginn 25.júlí og yfirlitssýning mun fara fram föstudaginn 30.júlí.
Lesa meira

Miðsumarssýningar 2021 - Hollaraðir

Nú á næstu vikum fara fram þrjár miðsumarssýningar. Tvær sýningar fara fram í vikunni 19.-23.júlí, ein á Gaddstaðaflötum og ein á Hólum og svo mun önnur sýning fara fram á Gaddstaðaflötum vikuna 25.-30.júlí.
Lesa meira

Landssýning kynbótahrossa á Fjórðungsmóti Vesturlands - Hollaröðun

Landssýning kynbótahrossa á Fjórðungsmóti Vesturlands í Borgarnesi fer fram laugardaginn 10. júlí og hefst kl. 10:30
Lesa meira

Yfirlitssýning kynbótahrossa á Fjórðungsmóti Vesturlands 2021 - Hollaröðun 9. júlí

Þá er fordómum lokið á kynbótahrossum á Fjórðungsmóti Vesturlands í Borgarnesi. Alls mættu 52 hross til dóms sem lauk fyrr í dag. Yfirlitssýning fer fram á aðalvellinum á morgun föstudag 9.júlí og hefst kl. 11:00 á 7 vetra og eldri hryssum.
Lesa meira

Tvær miðsumarssýningar falla niður - ónóg þátttaka

Vegna ónógrar þátttöku þá falla tvær miðsumarssýningar niður. Það er sýning sem vera átti á Fljótsdalshéraði 15.-16. júlí og sýning I á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 12.-16. júlí. Bætt hefur verið við degi á Hellusýningu III á Gaddstaðaflötum og bætist þar við sunnudagurinn 25. júlí. Hollaröðun fyrir sýningu II á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 19.-23. júlí kemur inn á heimasíðuna í byrjun næstu viku.
Lesa meira

Skráningar á síðsumarssýningar

Opnað verður á skráningar á síðsumarssýningar mánudaginn 12. júlí. Skráning og greiðsla fer fram hér í gegnum heimasíðu RML en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Leiðbeiningar um skráningarkerfið er einnig að finna hér á heimasíðunni.
Lesa meira

Fjórðungsmót Vesturlands í Borgarnesi - Dagskrá kynbótahrossa

Fjórðungsmót Vesturlands verður haldið í Borgarnesi dagana 7.-11.júlí. Mótið hefst með reiðdómi á fjögurra vetra hryssum kl 10:00 þann 7. júlí. Kynbótahrossin sem eru skráð til leiks eru 62.
Lesa meira