Lokaskráningardagur á síðsumarssýningar er 7. ágúst
05.08.2020
|
Minnum á að boðið verður upp á þrjár kynbótasýningar vikuna 17. til 21. ágúst, opnað var á skráningar 16. júlí. Sýningarnar verða að þessu sinni á Gaddstaðaflötum við Hellu, á Sörlastöðum í Hafnarfirði og Hólum í Hjaltadal. Sýning verður ekki haldin nema lágmarksfjöldi skráninga náist sem eru 30 hross. Síðasti skráningar- og greiðsludagur er á miðnætti föstudaginn 7. ágúst.
Lesa meira