Hrossarækt fréttir

Röðun hrossa á kynbótasýningu á Mið-Fossum 3.-4. júní

Kynbótasýning verður á Mið-Fossum í Borgarfirði dagana 3.-5. júní 2015. Dómar fara fram miðvikudaginn 3. júní og fimmtudaginn 4. júní og hefjast klukkan 08:00. Yfirlitssýning verður föstudaginn 5. júní. Alls eru 70 hross skráð til dóms.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu á Gaddstaðaflötum dagana 2.-5. júní

Kynbótasýning verður haldin á Gaddstaðaflötum við Hellu vikurnar 2.-5. júní og 8.-12. júní 2015. Dómar hefjast kl. 12:30 þriðjudaginn 2. júní. Yfirlitssýning verður föstudaginn 5. júní. Alls eru 88 hross skráð til dóms á fyrri vikuna og 145 hross á seinni vikuna.
Lesa meira

Yfirlitssýning á Kjóavöllum í Kópavogi 29. maí

Yfirlitssýning kynbótasýningar fer fram á Kjóavöllum föstudaginn 29.maí og hefst kl. 13:00, áætluð lok um kl. 15. Hollaröð á sýningunni verður birt hér á heimasíðunni (rml.is) svo fljótt sem verða má eftir að dómum lýkur, fimmtudaginn 28.maí.
Lesa meira

Framlengdur skráningarfrestur á kynbótasýningu í Víðidal

Skráningarfrestur á kynbótasýningar í Víðidal, Gaddstaðaflötum og Miðfossum rann út síðastliðinn föstudag. Miðað við þær skráningar sem komnar voru inn þegar skráningafresti lauk er nú búið að manna sýningar og festa sýningardaga.
Lesa meira

Tilkynning vegna röntgenmynda af hækilliðum stóðhesta

Eins og fram hefur komið liggur aflestur röntgenmynda af hækilliðum stóðhesta niðri vegna verkfalls dýralækna sem starfa hjá Matvælastofnun. Af þessum sökum hefur ekki verið hægt skrá þá stóðhesta á kynbótasýningar sem ekki voru komnir með staðfestingu á hækilmyndum í WorldFeng fyrir verkfall.
Lesa meira

Hollaröðun á Sauðárkróki 27.-29. maí

Dómar hefjast á Sauðárkróki miðvikudaginn 27. maí kl. 10 Sjá hollaröðun í fréttinni með því að smella á nánar.
Lesa meira

Hollaröð Sörlastöðum föstudaginn 22.maí

Hollaröð á yfirlitssýningu kynbótasýningar á Sörlastöðum er komin hér á vefinn. Yfirlitssýningin hefst stundvíslega kl. 9:00 og áætluð lok eru um kl. 11:30-12:00.
Lesa meira

Yfirlit á Sörlastöðum

Yfirlitssýning kynbótahrossa fer fram á Sörlastöðum í Hafnarfirði föstudaginn 22. maí og hefst kl. 9:00. Röð flokka verður eftirfarandi:
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu í Kópavogi 28.-29. maí

Kynbótasýning verður á Kjóavöllum í Kópavogi dagana 28.-29. maí 2015. Dómar fara fram fimmtudaginn 28. maí og hefjast klukkan 08:00. Yfirlitssýning verður föstudaginn 29. maí. Alls eru 35 hross skráð til dóms. Búið er að birta hollaröðun á sýningunni hér á vefnum og má nálgast hana með því að smella á hnappinn "Röðun hrossa á kynbótasýningum" hér hægra megin á forsíðunni.
Lesa meira

Ungfolaskoðun

Fyrirhugað er að bjóða upp á að skoða unga ógelta fola í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum þriðjudaginn 26. maí ef nægur áhugi reynist fyrir hendi. Skoðunin verður framkvæmd af Þorvaldi Kristjánssyni ábyrgðarmanni hrossræktar hjá RML og gefur hann skriflega umsögn um hvern fola. Farið verður heim á bæi og þarf að greiða 6.200 kr m.vsk. fyrir fyrsta folann sem skoðaður er á hverjum stað en 3.720 kr (m.vsk.)
Lesa meira