Hrossarækt fréttir

Kynbótasýning á Dalvík 28.-30. júlí - síðasti skráningardagur 18. júlí

Kynbótasýning fer fram á Dalvík dagana 28.-30. júlí verði þátttaka næg. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar hér á heimasíðu RML í gegnum flýtihnapp á forsíðunni.
Lesa meira

Skráningar á kynbótasýningar mið- og síðsumars - Síðasti skráningardagur á Gaddstaðaflatir mánudaginn 14. júlí

Þann 20. júní var opnað fyrir skráningar á kynbótasýningar miðsumars og þann 14. júlí verður opnað fyrir skráningar á síðsumarsýningar. Skráning og greiðsla fer fram á netinu í gegnum síðuna www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“
Lesa meira

Enn pláss á FEIF-námskeiði fyrir unga kynbótaknapa í Þýskalandi

Ennþá er möguleiki að skrá sig á FEIF-námskeið fyrir unga kynbótaknapa, sem haldið verður í Þýskalandi í ágúst.
Lesa meira

Dómsorð um hesta sem hlutu heiðursverðlaun á nýafstöðnu landsmóti

Á nýafstöðunu Landsmóti hestamanna voru 5 hestar sýndir til verðlauna með afkvæmum. Heiðursverðlaunahafar voru tveir þeir Stáli frá Kjarri og Vilmundur frá Feti sem hlaut Sleipnisbikarinn að þessu sinni.
Lesa meira

Hollaraðir á yfirlitssýningum kynbótahrossa LM2014

Hér má nálgast nýjustu upplýsingar fyrir yfirlitssýningar í þeim flokkum kynbótahrossa á LM2014 þar sem fordómum er lokið.
Lesa meira

Úrvalssýning kynbótahrossa á Landsmóti

Í dagskrá Landsmóts er liður sem heitir „kynning á úrvali kynbótahrossa“ sem tímasettur er kl. 9:30 að morgni laugardagsins 5. júlí. Hér er lagt upp með að nýta þann takmarkaða tíma sem er til ráðstöfunar til að bjóða upp á kynningu á þeim hrossum sem búa yfir ákveðnum úrvals gangeiginleikum en ná samt ekki verðlaunasæti á mótinu.
Lesa meira

Til knapa og eigenda kynbótahrossa á LM 2014

Kynbótahross sem náðu lágmarseinkunnum fyrir landsmót í vorsýningum hafa aldrei verið fleiri en nú. Rétt til að koma fram á kynbótabrautinni hafa nú 281 hross en 255 hafa boðað komu sína á Gaddstaðaflatir. Til þess að bregðast við þessum mikla fjölda hefur reynst nauðsynlegt að bæta sunnudeginum 29. júní við, sem dómadegi.
Lesa meira

Námskeið á vegum FEIF fyrir unga knapa, um þjálfun og sýningu kynbótahrossa

Vakin er athygli á námskeiði á vegum FEIF fyrir unga knapa, um þjálfun og sýningu kynbótahrossa. Áhugsamir hafi samband við Gunnfríði í gegnum netfangið geh@rml.is fyrir föstudag 27. júní.
Lesa meira

Eigendur/knapar kynbótahrossa á LM2014

Svo sníða megi endanlega dagskrá og tímasetningar á kynbótavelli LM2014 er brýnt að fá upplýsingar um þá gripi sem ekki munu nýta rétt sinn til að koma fram á mótinu. Eigendur þessara gripa eða knapar eru vinsamlega beðnir að koma upplýsingum til Péturs Halldórssonar með tölvupósti á petur@rml.is, eða í síma 862-9322 sem allra fyrst.
Lesa meira

Hollaröð á seinni yfirlitssýningar á Gaddstaðaflötum og Miðfossum

Seinni yfirlitssýningar á Gaddstaðaflötum við Hellu og á Miðfossum í Borgarfirði fara fram föstudaginn 13. júní. Báðar sýningarnar hefjast kl. 8.00 og eru áætluð sýningarlok um kl. 18. Byrjað verður með sýningu hryssna 7 vetra og eldri en annars verður sýningarröð flokka sem hér segir:
Lesa meira