Nautgriparækt fréttir

Sæði úr Angus-nautunum Lilla og Laka komið í dreifingu

Dreifing er hafin á sæði úr Angus-nautunum Lilla 22402 og Laka 22403 en þeir fæddust á einangurunarstöð NautÍs á Stóra-Ármóti í fyrra. Þeir, Lilli 22402 og Laki 22403, eru báðir undan Laurens av Krogedal NO74075. Móðurfaðir Lilla er Li’s Great Tigre NO74039 en móðurfaðir Laka er Horgen Erie NO74029. Upplýsingar um þessi naut eru komnar á nautaskra.is auk þess sem þær birtust í Bændablaðinu fyrr í sumar.
Lesa meira

Bæklingur um fóðrun og aðbúnað kálfa til kynþroska

Fóður- og nautgriparæktarráðunautar RML hafa útbúið næsta bækling í röð bæklinga með fræðsluefni um fóðrun og aðbúnað nautgripa til kjötframleiðslu. Bæklingurinn er unninn með stuðningi frá þróunarfé nautgriparæktarinnar.
Lesa meira

Sumarfrí í júlí 2023 - viðvera á starfsstöðvum og símsvörun

Í júlí er mikið af starfsfólki RML í sumarfríi og því stopul viðvera á starfsstöðvum. Síminn 516-5000 verður þó alltaf opinn hjá okkur sem hér segir: Mánudaga - fimmtudaga milli kl. 9-12 og 13-16. Lokað er í hádeginu milli kl. 12-13 Föstudaga kl. 9-12 en lokað er á föstudögum frá kl. 12.00 Senda má gögn og fyrirspurnir á eftirfarandi netföng:
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn júní

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir síðustu 12 mánuði, við lok nýliðins júnímánaðar, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað skömmu fyrir hádegi þann 12. júlí. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 447 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 126 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 23.843,5 árskúa á fyrrnefndum 447 búum var 6.408 kg. eða 6.295 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina.
Lesa meira

Notendakönnun Huppu

Notendakönnun Huppu hefur nú verið sett í loftið. Könnunin er aðgengileg öllum þeim sem hafa virka áskrift að forritinu. Til að taka þátt í könnuninni þarf að skrá sig inn í Huppu og smella á hlekk sem er í frétt á forsíðunni. Með könnunnuninni langar okkur að fá betri yfirsýn yfir notkun bænda á forritinu og hvaða áherslur þeir vilja helst sjá varðandi áframhaldandi þróun á því. Við hvetjum alla notendur Huppu til koma sínum sjónarmiðum á framfæri með því að taka þátt í könnuninni og þannig aðstoða okkur að gera forritið betra. 
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn maí

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir síðustu 12 mánuði nú eftir að maímánuður hefur runnið sitt skeið, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar fyrir mjólkurframleiðsluna voru uppfærðar skömmu eftir hádegi þann 12. júní. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 460 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 128 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.352,2 árskúa á fyrrnefndum 460 búum var 6.385 kg. eða 6.408 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á fyrrgreindum búum var 52,9.
Lesa meira

Til hamingju með daginn!

Í dag, þann 1. júní, er alþjóðlegi mjólkurdagurinn haldinn hátíðlegur víða um heim. Átakinu var ýtt úr vör árið 2001 að frumkvæði Matvæla- og landbúnaðarstofnunnar Sameinuðu þjóðanna til að vekja athygli mikilvægi mjólkur sem hollrar og góðrar fæðu og því hversu mjólkurframeiðsla hefur mikil efnahags- og næringarfræðileg áhrif um alla heimsbyggðina. Á hverju ári síðan hefur ávinningur mjólkur og mjólkurafurða verið kynntur um allan heim, þar á meðal hvernig mjólkurvörur styðja við lífsafkomu meira en eins milljarðs manna.
Lesa meira

Af arfgreiningum og erfðamati

DNA-sýnataka vegna erfðamengisúrvals er að segja má komin í nokkuð fastar skorður og það skipulag sem lagt var upp með snemma síðasta árs hefur reynst vel. Þegar þetta er skrifað er búið að greina og lesa inn í gagnagrunn nautgriparæktarinnar niðurstöður 19.323 arfgreininga í íslenska kúastofninum. Af þessum 19.323 arfgreiningum eru 7.053 úr gripum fæddum á þessu og síðasta ári og þar af eru 5.267 úr kvígum fæddum 2022 og 1.606 úr kvígum fæddum á þessu ári.
Lesa meira

Breytingar á nautum í notkun

Þau þrjú naut sem fagráð í nautgriparækt ákvað í byrjun maí kæmu ný til notkunar eru nú komin í dreifingu um land allt. Þetta er þeir Simbi 19037 frá Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi, undan Bakkusi 12001 og Gullbrá 1604 Úlladóttur 10089, Billi 20009 frá Hríshóli í Eyjafirði, undan Sjarma 12090 og Þúsu 1000 Ýmisdóttur 13051 og Pinni 21029 frá Hvanneyri í Andakíl, undan Pipar 12007 og Pillu 1969 Úlladóttur 10089. 
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum apríl

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar nú að loknum aprílmánuði, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggjast á skilum eins og þau voru skömmu eftir hádegi þann 11. maí. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 461 búi en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 124 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.129,6 árskúa á fyrrnefndum búum var 6.363 kg. eða 6.378 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á fyrrgreindum búum var 52,3.
Lesa meira