Tangi 18024 besta nautið fætt 2018
28.02.2025
|
Viðurkenning Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands, fyrir besta nautið í árgangi 2018, var veitt á búgreinafundi nautgripabænda í gær, fimmtudaginn 27. feb. 2025. Fyrir valinu varð Tangi 18024 frá Vestri-Reyni undir Akrafjalli. Ræktendur Tanga 18024 eru þau Lilja Guðrún Eyþórsdóttir og Haraldur Benediktsson og tóku þau við viðurkenningunni úr höndum Rafns Bergssonar, formanns nautgripabænda. Tangi 18024 er undan Lúðri 10067 og 410 Kambsdóttur 06022.
Lesa meira