Nautgriparækt fréttir

Notendakönnun Huppu – ítarlegri niðurstöður

Um mitt sumar 2023 var könnun fyrir notendur Huppu sett í loftið. Niðurstöður hennar hafa nýst við forgangsröðun og stefnumótun fyrir áframhaldandi þróun á Huppu og undirbúningi nýrra verkefna eins og farið er yfir í nýju Bændablaðið. Eins og nefnt er í þeirri yfirferð birtum við hér á heimasíðunni heildarniðurstöður úr könnuninni fyrir þá sem hafa áhuga á að grúska í þær. Fjöldi þáttakenda var í heildina 162 kúabændur af 156 búum. Grunnspurningar s.s. varðandi framleiðslu, bústærð og staðsetningu voru skylduspurningar en þegar kom að spurningum sem snéru að notkun á kerfinu voru þær spurninar valfrjálsar.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir aprílmánuð

Niðurstöður skýrslna nautgriparæktarinnar síðustu 12 mánuði, við lok apríl, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað þegar nokkuð var liðið á dag þann 12. maí. Hér á eftir er farið yfir nokkur atriði úr niðurstöðunum en rétt er að benda á að mun meiri upplýsingar er að finna í töflum þeim sem tengill er í neðst í fréttinni. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 441 búi en uppgjör kjötframleiðslunnar nær nú til 115 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.487,5 árskúa á búunum 441 var 6.546 kg. eða 6.804 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk) á uppgjörstímabilinu. Meðalfjöldi árskúa á fyrrnefndum 441 búi var 55,5.
Lesa meira

Skjáborð og skýrslur bónda í Huppu

Nú hefur verið opnað á tvo nýja hluta í Huppu fyrir þá notendur sem greiða fyrir fullan aðgang að kerfinu. Þetta eru annars vegar Skýrslur bónda sem sjást nú sem nýr valmöguleiki undir Skýrslur og hins vegar Skjáborð sem er nú í valmyndinni fyrir neðan Skýrslur. Báðir þessir hlutar eru hugsaðir þannig að hver bóndi getur sett saman sína útgáfu eftir hentugleikum til að fá betri yfirsýn yfir sitt bú.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn marsmánuð

Niðurstöður skýrslna nautgriparæktarinnar fyrir síðustu 12 mánuði, við endaðan mars, að liðnu jafndægri á vori, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað þegar komið var fram um hádegi þann 11. apríl. Hér á eftir er farið yfir nokkur atriði úr niðurstöðunum en rétt er að benda á að mun meiri upplýsingar er að finna í töflum þeim sem tengill er í neðst í fréttinni.
Lesa meira

Skýrsla um afkomu kúabúa 2021-2023

Út er komin skýrsla hjá RML um rekstur og afkomuþróun kúabúa fyrir árin 2021-2023. Sú skýrsla er unnin út frá rekstrargögnum 187-192 kúabúa af landinu öllu sem endurspeglar um 45-49% af heildarmjólkurinnleggi landsins, vaxandi eftir árum. Það hlutfall ásamt samanburði við gögn frá fyrri árum bendir til að gagnasafnið gefi góða mynd af stöðu og þróun í greininni.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn febrúar

Niðurstöður skýrslna nautgriparæktarinnar fyrir síðustu 12 mánuði, nú að liðnum febrúar, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað þegar liðið var að nóni þann 11. mars. Hér á eftir er farið yfir nokkur atriði úr niðurstöðunum en rétt er að benda á að mun meiri upplýsingar er að finna í töflum þeim sem tengill er í hér neðst í fréttinni. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 437 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar nær nú til 115 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.193,2 árskúa á búunum 437 var 6.531 kg. eða 6.790 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk) á uppgjörstímabilinu. Meðalfjöldi árskúa á fyrrnefndum 437 búum var 55,4.
Lesa meira

Fjárfestingastuðningur – umsóknarfrestur

Nú styttist óðfluga í lokafrest umsókna um fjárfestingastuðning vegna fyrirhugaðra framkvæmda ársins 2025, ásamt því að framhaldsumsóknum þarf að skila inn fyrir þau verkefni sem það á við. Umsóknarfrestur fyrir umsóknir í sauðfjárrækt er 15. mars og umsóknarfrestur fyrir umsóknir í nautgriparækt er 31. mars. Framkvæmdir sem eru yfir einni milljón króna eru styrkhæfar og er allt styrkhæft sem viðkemur endurnýjun, endurbótum og nýbyggingum. Þess ber þó að geta að tæknibúnaður er ekki styrkhæfur, nánari upplýsingar um það veita ráðunautar.
Lesa meira

Tangi 18024 besta nautið fætt 2018

Viðurkenning Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands, fyrir besta nautið í árgangi 2018, var veitt á búgreinafundi nautgripabænda í gær, fimmtudaginn 27. feb. 2025. Fyrir valinu varð Tangi 18024 frá Vestri-Reyni undir Akrafjalli. Ræktendur Tanga 18024 eru þau Lilja Guðrún Eyþórsdóttir og Haraldur Benediktsson og tóku þau við viðurkenningunni úr höndum Rafns Bergssonar, formanns nautgripabænda. Tangi 18024 er undan Lúðri 10067 og 410 Kambsdóttur 06022.
Lesa meira

Afkoma nautakjötsframleiðenda 2021-2023

Komin er út skýrsla um rekstur og afkomu í nautaeldi fyrir árin 2021-2023 en hún byggir á gögnum frá 37 nautgripabúum. Á árinu 2023 var nautakjötsframleiðslan á þessum búum samtals um 22% af framleiðslu nautakjöts á landvísu. Skýrslan lýsir mjög jákvæðri þróun í afkomu búanna á tímabilinu. Þegar upp er staðið ná afurðatekjur þó ekki að mæta framleiðslukostnaði að fullu. Eins og áður er áberandi hvað bændur eru að reikna sér lág laun miðað við vinnuframlag.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í janúar

Niðurstöður skýrslna nautgriparæktarinnar fyrir síðustu 12 mánuði, nú að nýliðnum janúar, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað um hádegisbil þann 11. febrúar. Hér á eftir er farið yfir nokkur atriði úr niðurstöðunum en rétt er að benda á töflur þær sem tengill er í hér neðst í fréttinni. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 442 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar nær nú til 113 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu.
Lesa meira