Sauðfjárrækt fréttir

Sauðfjársæðingar 2015-2016

Í gær lauk sæðistöku hjá sauðfjársæðingarstöðvunum þetta árið. Alls voru sendir út rúmlega 48.000 sæðisskammtar nú í desember. Nýting þess ætti að verða talsvert betri en í fyrra og reikna má með að sæddar ær á landinu þetta árið verði rúmlega 30.000.
Lesa meira

Geitaskýrslur

Í gær fóru í póst skýrslur til þeirra geitfjárræktenda sem skráðir voru með geitur á búfjárskýrslu haustið 2014. Þar er óskað eftir gögnum fyrir framleiðsluárið 2014 til 2015.
Lesa meira

Haustuppgjör sauðfjár 2015

Haustuppgjör sauðfjár fyrir árið 2015 er nú aðgengilegt notendum á Fjárvís. Byrjað verður að prenta bækur eftir helgi fyrir þá sem það kjósa. Minnt er á að hægt er að nálgast vorbók sem PDF skjal með því að smella á „Skrá vorbók“ og velja „Prenta“ í titilrönd þar.
Lesa meira

Heimsókn frá Maine háskóla í Bandaríkjunum

Síðustu daga hafa verið í heimsókn hér á landi dýralæknir og ráðnautur sem starfa við háskólann í Maine í Bandaríkjunum – skólinn er á austurströndinni um 400 km norðan við Boston.
Lesa meira

Móttaka sæðispantana hafin á Austurlandi

Opnað hefur verið fyrir móttöku pantana á hrútasæði fyrir starfssvæði Búnaðarsambands Austurlands hér á heimasíðunni. Smella þarf á hnapp hér hægra megin á forsíðunni til að komast inn í pöntunarformið. Pantanir þurfa að berast í síðasta lagi kl. 12:00 daginn fyrir sæðingu.
Lesa meira

Móttaka sæðispantana hafin fyrir Skagfirðinga

Opnað hefur verið fyrir móttöku pantana á hrútasæði fyrir Skagafjörð hér á heimasíðunni. Smella þarf á hnapp hér hægra megin á forsíðunni til að komast inn í pöntunarformið.
Lesa meira

Hrútafundir - Vopnafjarðarfundurinn fellur niður

Breyting hefur verið gerð á dagskrá hrútafundanna sem auglýstir voru hér á vefnum í morgun. Í ljósi þess að BÍ boðar bændur á Austurlandi til fundar kl. 11:00 fimmtudaginn 26. nóv. var ákveðið að fella niður fyrirhugaðan „hrútafund“ á Síreksstöðum í Vopnafirði sem átti að vera á sama tíma.
Lesa meira

Hrútaskráin er komin á vefinn

Nú styttist óðfluga í útgáfu hrútaskrárinnar en hún er farin í prentun og er væntanleg í lok vikunnar. Fyrir þá sem eru orðnir viðþolslausir að berja augum upplýsingar um þá hrúta sem verða á sauðfjársæðingastöðvunum í vetur hefur skráin verið birt hér á vefnum í pdf-skjali eins og venja er. Í skránni eru upplýsingar um samtals 45 kynbótahrúta ásamt tölulegum upplýsingum um árangur sæðinga en einnig greinar um afkvæmarannsóknir sæðingastöðvanna í haust og litaerfðir sauðfjár.
Lesa meira

Hrútafundir

Líkt og undanfarin ár munu búnaðarsamböndin standa fyrir fundum þar sem sæðingastöðvahrútarnir verða kynntir. Fyrsti fundurinn verður á Hvanneyri mánudagskvöldið 23. nóv. Þar verður dreift glóðvolgri hrútaskrá, en áætlað er að hún komi úr prentun þann dag.
Lesa meira

Sauðfjárskólinn verður í Skagafirði

Fyrr í haust var sauðfjárbændum á öllu landinu boðið að skrá sig í fundaröðina Sauðfjárskólann. Næg þátttaka fékkst aðeins á Norðurlandi og verða fundirnir haldnir í Skagafirði þar sem bændur úr Húnaþingi, Skagafirði og Eyjafirði koma saman.
Lesa meira