Sauðfjárrækt fréttir

Kynningarfundir um fjarvis.is

Næstu daga verður framhald á kynningarfundum um skýrsluhaldskerfið í sauðfjárrækt, fjarvis.is. Á fundunum verða kynntar þær breytingar og endurbætur sem urðu á kerfinu við uppfærslu í lok mars. Fundirnir verða sem hér segir: Mánudaginn 13. apríl – Blönduósi (sal búnaðarsambandsins) kl: 14:00.
Lesa meira

Kynningarfundir FJARVIS.IS

Á næstu dögum verða haldnir kynningarfundir um skýrsluhaldskerfið í sauðfjárrækt, fjarvis.is. Á fundunum verða kynntar þær breytingar og endurbætur sem urðu á kerfinu við uppfærslu í lok mars. Fundirnir verða sem hér segir:
Lesa meira

Notendur FJARVIS.IS athugið

Skýrsluhaldskerfið hefur nú verið uppfært og eru notendur hvattir til að skrá sig inn í kerfið og skoða það. Eftir páska verða kynningarfundur um notkun þess um allt land. Þeir verða auglýstir betur síðar og notendur hvattir til að fylgjast með hvenær fundur verður á þeirra svæði.
Lesa meira

Hrútaverðlaun sauðfjársæðingastöðvanna 2015

Við lok fagráðstefnu sauðfjárræktarinnar á föstudaginn voru veitt verðlaun sæðingastöðvanna fyrir besta lambaföðurinn starfsárið 2013-2014 og fyrir mesta alhliða kynbótahrútinn 2015. Faghópur sauðfjárræktar ákveður hvaða hrútar eru valdir ár hvert. Saumur 12-915 frá Ytri-Skógum fékk verðlaun sem besti lambafaðirinn og Steri 07-855 frá Árbæ fékk verðlaun sem mesti alhliða kynbótahrúturinn. Á meðfylgjandi mynd má sjá ræktendur þeirra með viðurkenninguna, Þórð Jónsson, Árbæ og Sigurð Sigurjónsson, Ytri-Skógum.
Lesa meira

Bætt beitarstjórnun - lykill að auknum afurðum - Fagráðstefna um beitarstjórnun og sníkjudýravarnir á sauðfjárbúum

Augljóst samband er milli þéttleika í högum og afurðasemi búfjár. Einhvers staðar er skurðpunktur þar sem hámarksnýtingu er náð. Ef farið er yfir þann punkt er jafnvel bæði farið að ganga á landgæðin og búreksturinn orðinn óhagkvæmari sökum lakari afurða.
Lesa meira

Skýrsluhald í sauðfjárrækt 2014

Uppgjöri sauðfjárræktarinnar fyrir árið 2014 er lokið þó enn eigi eftir að birta ýmis gögn hér á heimasíðunni. Fyrir ári síðan voru niðurstöður skýrsluhaldsins í fyrsta skipti birtar þannig að afurðir væru reiknaðar í krónum talið eftir hverja vetrafóðraða á. Það er gert aftur núna en með aðeins breyttri aðferð þar sem reiknað er meðalverð á hverju búi út frá verðskrá sláturleyfishafa í viku nr. 40 haustið 2014, að teknu tilliti til geymslugjalds og gæðastýringarálags. Jafnframt eru niðurstöður fyrir einstakar bústærðir á landinu reiknaðar óháðar meðalverði.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds í sauðfjárrækt 2014

Uppgjöri skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir árið 2014 er að mestu lokið en þessa dagana er verið að ganga frá skráningum á „eftirlegukindum“ sem víða leynast. Reiknaðar afurðir eftir hverja kind eru umtalsvert meiri en fyrir ári síðan eða sem nemur tæpu kílói. Þar munar mestu um hagstætt tíðarfar um norðausturhluta landsins en þar féllu víða vænleikamet síðasta haust. Jafnframt liggur munurinn að einhverju leyti í betri lambahöldum en skv. skýrsluhaldinu komu fleiri lömb til nytja á nýliðnu ári, 2014, en árið 2013 og frjósemi var sú sama og fyrra árið. Líkt og undanfarin ár eru nú birtir listar yfir þau bú í skýrsluhaldinu, þar sem góður árangur náðist. Nánari grein verður gerð fyrir niðurstöðum ársins í Bændablaðinu í mars.
Lesa meira

Afkvæmarannsóknir á hrútum haustið 2014

Á tveim síðustu áratugum hafa orðið undraverðar framfarir í kjötgæðum hjá íslensku sauðfé, öðru fremur vegna markviss ræktunarstarfs á því sviði. Við upphaf þessa tímabils komu tvö feikilega mikilvirk tæki til notkunar, fyrst ómsjáin 1990 og síðan EUROP-kjötmatið 1998. Þegar breytingin á kjötmatinu kom þá bárum við gæfu til að sameina afurðir þessara tveggja verkfæra í eitt vopn, afkvæmarannsóknir tengdar kjötgæðum hrúta. Viðbrögð bænda við þessum breytingum urðu mjög jákvæðar og fjölmargir þeirra tóku strax þátt í þessu starfi. Þarna byggðum við á eldri grunni frá traustu skýrsluhaldi og dreifðum afkvæmarannsóknum sem áður hafði verið unnið að um áratuga skeið.
Lesa meira

Sauðfjársæðingar 2014-2015

Fyrir rúmri viku síðan lauk sæðistöku hjá sauðfjársæðingarstöðvunum þetta árið. Alls voru sendir út um 44.000 sæðisskammtar núna í desember. Þó er ljóst að nýting á útsendu sæði verður talsvert lakari í ár en undanfarin ár þar sem veðurfar var oft rysjótt. Flugi víða um land var oft aflýst og eins var víða ófærð landleiðina. Meira var um pantanir á sæði en undanfarin ár. Ætla má að sæddar ær á landinu þetta árið séu á bilinu 26 – 28 þúsund.
Lesa meira

Stigahæstu lambhrútarnir og öflugustu gimbrahóparnir

Niðurstöður lambadóma voru betri í haust en áður hefur verið. Meðaltöl bakvöðvamælinga eru hærri en fyrr. Meðalhrútlambið í haust mældist með 29,4 mm bakvöðva sem er 0,2 mm meira en haustið 2012 en þá voru hrútlömbin jafnframt heldur þyngri. Meðal lambhrúturinn í haust stigaðist upp á 83,6 en á síðasta ári var nánast sami fjöldi hrúta með meðal stig upp á 83,2.
Lesa meira